fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Eyþór var kominn á botninn en sneri blaðinu við og stofnaði fótboltalið

Fókus
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 21:00

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Ólafsson er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Götustrákar en kynningarstikla fyrir þáttinn var gerð aðgengileg á Youtube fyrr í dag. Eyþór er stofnandi knattspyrnufélagsins FC Árbær sem keppir í 3. deild karla á Íslandsmótinu í sumar. Í þættinum ræðir Eyþór meðal annars endasleppan fótbóltaferil sinn, fíkniefnaneyslu sína, þátttöku í pókerkeppnum og hvernig hann var eitt sinn kominn á fremsta hlunn með að taka eigið líf eftir ævintýralega ferð til Barcelona.

Eyþór náði hins vegar á endanum að snúa við blaðinu  Hann fann tilganginn í fótboltanum og stofnaði FC Árbæ sem hjálpaði honum við að segja skilið við lífstílinn.

Mokgræddi pening í póker

Í upphafi stiklunnar segir Eyþór frá því þegar hann neytti svo mikil kókaíns að hann endaði í geðrofi. Hann hafði farið í partí en daginn áður grætt mikla peninga í pókerkeppni:

„Ég var búinn að græða svo mikinn fokking pening daginn áður að þetta var bara svindl. Ég gat bara lesið hugsanir.“

Nokkuð ljóst virðist þó að Eyþór er ekki að meina það bókstaflega að hafa getað lesið hugsanir. Hann segist hafa tekið inn þrjú grömm af kókaíni í partíinu:

„Sem er bara ruglað. … Ég tók það ekkert eðlilega hratt. Ég var stíflaður og gat varla andað og þá bara búmm. Ég fór í geðrof og bara missti það. Fer heim, byrjaði að öskra eitthvað á pabba, byrja að kasta húsgögnum, brjóta einhverjar rúður og hleyp út. Það gerist að ef þú tekur aðeins of mikið. Ég fór bara í geðrof. Ég hafði aldrei lent í svona.“

Eyþór segist hafa hlaupið út og endað í húsnæði sem hann kunni ekki nánari skil á að öðru leyti en því að það hafi verið „hola“. Hann hafi síðan sofnað og breitt kassa utan af sjónvarpi yfir sig.

Þorði ekki heim og fór í staðinn til Barcelona

Hann hafi síðan vaknað morguninn eftir og liðið ansi illa með sjálfan sig og séð að fjöldi fólks hafði hringt í hann.

„Allir að leita að mér. Ég þorði ekkert heim og þorði ekki að tala við neinn. Mér leið bara svo illa. Þá bara held ég áfram að vera heimskur.“

Hann hafi haldið áfram að forðast vini og vandamenn og muni ekki fyllilega eftir þessum degi. Í staðinn hafi hann farið í póker og heyrt einhverja tala um Barcelona. Eyþór segir að þá hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að það væri góð hugmynd að panta flug til Barcelona.

Eyþór gerði það og hélt áfram að spila póker þar til tími var kominn að halda til Leifsstöðvar. Hann hafi sofnað í flugvélinni og orðið ansi hissa þegar hann vaknaði við lendingu í Barcelona en þá var runnið af honum og hann einn farþega eftir í flugvélinni. Eyþór léta sína nánustu ekki vita af þessari óvæntu ferð.

Eyþór segist ekki hafa bókað neitt hótelherbergi í Barcelona og verið með neitt meðferðis nema fötin sem hann var í, farsíma og skilríki. Hann hafi þó fundið sér gistingu á endanum.

Hljóp undan æstum manni með sveðju

Eyþór segist hafa stundað skemmtanalífið grimmt í Barcelona-ferðinni. Hann hafi hitt tvær föngulegar konur og eitt leitt að öðru þar til að þau enduðu á leiguhjóli á leið á hótelið sem hann gisti á. Þá kom babb í bátinn því maðurinn sem hjólaði með þau og var af afrískum uppruna hafi hins vegar bara tekið við reiðufé og Eyþór og konurnar hafi eingöngu verið með greiðslukort.

Maðurinn hafi haldið áfram að hjóla með þau og eftir hálftíma verið orðinn verulega reiður og þá segist Eyþór hafa æst sig á móti, ekki síst vegna þess að hann var í kókaínvímu.

Maðurinn hafi í kjölfarið tekið upp sveðju. Eyþór segir að við þetta hafi hann séð þann kost vænstan að hlaupa af vettvangi. Fleiri menn af afrískum uppruna, sem maðurinn hafði kallað á í talstöð, hafi hlaupið á eftir honum. Hann hafi lent í slagsmálum við einhverja þeirra. Lögreglumenn hafi komið á vettvang en ekki gert neitt til að aðstoða hann þrátt fyrir að hann hafi grátbeðið um það.

Brotnaði niður og tapaði öllu

Eyþór segist hafa náð á endanum að flýja mennina og komast í leigubíl þar sem hann hafi brotnað niður.

Hann hafi yfirgefið Barcelona strax í kjölfarið og keypt flugfar til Mallorca. Þar hafi hann hitt konu og mælt sér mót við hana um kvöldið en hún hafi hins vegar ekki mætt. Þá hafi hann farið upp á hótelherbergi og spilað fjárhættuspil þar sem hann hafi tapað öllum peningum sem hann átti. Hann hafi hins vegar ekki hætt og tekið lán hjá fjölda íslenskra lánafyrirtækja til að geta haldið áfram. Vanlíðanin á þessum tímapunkti hafi aldrei verið jafn mikil:

„Ég gat ekki verið á lægri stað.“

Vanlíðanin hélt áfram að aukast og Eyþór segist hafa gengið út á svalir hótelherbergisins:

„Ég er ekki gaur sem er alltaf grenjandi en ég stend þarna á svölunum og ætlaði bara að offa þetta 100 prósent.“

Eyþór á með þessu orðalagi við að hann hafi á þessum tímapunkti verið að hugleiða í fúlustu alvöru að stökkva fram af svölunum en herbergi hans var á sjöundu hæð. Hann hafi stigið upp á svalahandriðið en ekki þorað að láta verða af því að stökkva. Þetta hafi verið um miðja nótt en hann hafi hugsað með sér að hann yrði að senda móður sinni skilaboð:

„Hún var vakandi af því hún var alltaf svo hrædd um mig.“

Móðir hans hafi hringt marg oft í hann þar til hann svaraði grátandi.

Niðurstaðan úr samtalinu hafi verið að Eyþór myndi koma heim og skella sér út í að koma FC Árbæ á fót til að koma sér á beinu brautina og foreldrar hans myndu styðja hann í því.

„Hún bjargaði mér,“ segir Eyþór um móður sína en segist hafa spurt hana:

„Geturðu samt lagt inn á mig fyrir flugi heim?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli