fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Hannes Hólmsteinn skellti sér á ball hinna ríku og frægu í Ríó – Ódýrasti miðinn kostar 180 þúsund krónur

Fókus
Mánudaginn 12. febrúar 2024 15:30

Hannes Hólmsteinn hefur það gott í Ríó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus, lifir svo sannarlega hinu ljúfa lífi í brasilísku ævintýraborginni Rio de Janeiro. Þar um slóðir er kjötkveðjuhátíðin í fullum snúningi en rík hefð er fyrir því að í upphafi hátíðahaldanna fara fram glæsilegir dansleikir um alla borg sem íbúar Ríó sækja í sínu fínasta pússi.

Frægasti og eftirsóttasti dansleikurinn er Töfraballið eða Baile do Copa, eins og innfæddir kalla viðburðinn. Dansleikurinn fer fram á Copacabana Palace-hótelinu og er um að ræða hápunkt samkvæmislífsins en meðal gesta eru nánast eingöngu auðkýfingar, stjórnmálafólk, listamenn og þekkt samkvæmisljóns. Miðar á viðburðinn eru afar eftirsóttir og er verðið eftir því.

Ódýrasti miðinn á viðburðinn kostar 1.300 dollara, um 180 þúsund krónur, en þá er um standandi borðhald að ræða. Ætli gestir að fá að sitja til borðs þá kostar miðinn 2.500 dollara eða rétt tæplega 350 þúsund krónur.

Meðallaun í Brasilíu eru um 240 þúsund krónur á mánuði sem gefur ágæta vísbendingu um að dansleikurinn er ekki fyrir hvern sem er.

Hannes lætur sig hins vegar ekki vanta á dansleiknum en þetta er að minnsta kosti annað árið í röð sem prófessorinn gerir sér glaðan dag á viðburðinum glæsilega. Skemmtanahöldin munu svo halda áfram næstu daga hjá Hannesi en hann fagnar 71 árs afmæli sínu þann 19. september næstkomandi og segir á Facebook-síðu sinni að hann muni fagna því með grillpartýi heima hjá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“