fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Barnsfaðir Thelmu svipti sig lífi – „Ég kenndi mér lengi vel um dauða hans fyrir að hafa ekki séð þessi merki“

Fókus
Mánudaginn 12. febrúar 2024 08:18

Thelma Huld er gestur Tinnu Barkardóttur í Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thelma Hulda Símonardóttir er þrítug, tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Thelma ólst upp í Árbænum og var fyrirmyndar nemandi, feimin og byrjaði snemma að vinna með skóla.

„Við systkinin erum alin þannig upp að við þurftum að hafa fyrir hlutunum, okkur var kennt að vinna og hvernig lífið virkar, sem ég held að hafi hjálpað mér í lífinu.“

Hún týndist svolítið í unglingadeild og segir að hún hafi orðið fyrir einhverju einelti en segir: „Ég mundi alltaf að mamma sagði að þeir sem leggja í einelti líður sjálfum illa. Þegar ég fékk nóg lét ég samt í mér heyra.“

Kynntist barnsföður sínum

Eftir blómstraði hún í Versló. „Ég var svo tvítug á djamminu þegar hann kom inn á skemmtistað þar sem ég sat með vinkonum mínum og hann hefur líklega kannast við mig úr grunnskóla. Hann kom með drykk handa mér en ég fór eftir því sem mamma sagði og drakk ekkert sem ég sá ekki þegar barþjónninn blandaði, ekki ætlaði ég að láta byrla mér einhverju,“ segir hún.

„Nokkrum mánuðum seinna fór hann að senda mér skilaboð en hann bjó í Noregi. Hann kom heim og við fórum að vera saman.“

Thelma er þarna að tala um fyrrverandi manninn sinn og barnsföður sem tók eigið líf aðeins 26 ára gamall.

Aðspurð um að aðdraganda þessa hræðilega atburðar segir hún: „Hann sýndi mér fullt af merkjum sem ég áttaði mig ekkert á, eðlilega. Þetta er það síðasta sem manni dettur í hug.“

Fer í gegnum atburðarásina

Thelma fer með okkur í gegnum atburðarásina sem hófst um viku fyrir andlát hans. „Ég kenndi mér lengi vel um dauða hans fyrir að hafa ekki séð þessi merki og að ég hafi ekki verið nógu góð við hann fyrst hann valdi að fara frá mér og dóttur okkar sem var þá 11 mánaða gömul.“

Sem dæmi var hann nýbúinn að kaupa sér tölvu og kvöldið áður fór hann að kenna mér að komast inn í hana ef ég skyldi einn daginn þurfa að komast inn í hana. Hún pældi ekkert meira í því, eins og gefur að skilja. Hún skutlaði honum í skólann þennan morgun og hann kvaddi hana extra vel en það þótti henni bara notalegt. Þetta eru dæmi um merki sem Thelma sá eftir á, ásamt mörgu öðru.

Vikurnar og mánuðirnir eftir andlát hans voru hreint helvíti, að hennar sögn. Hún þurfti að læra að lifa ein. Hún stoppaði samt ekki, hélt áfram í námi og vinnu.

Kynntist öðrum manni

Um átta mánuðum seinna kynntist Thelma manni sem tók henni með öllu sem henni fylgdi.

„Sumum fannst þetta of snemmt og ég var hrædd um hvað fólki fannst en ég var búin að vinna rosalega vel í þessu áfalli. Þetta er verkefni sem mun fylgja mér allt mitt líf. Fyrst um sinn leið mér eins og ég væri að halda framhjá, við vorum aldrei hætt saman.“

Thelma segir að maðurinn sinn hafi tekið dóttur sinni sem sinni eigin og taki fullan þátt í því að fara í kirkjugarðinn og annað. Í dag eiga þau son saman sem skírður var í höfuðið á fyrrverandi manninum hennar og fyrrverandi tengdamóðir hennar sé guðmóðir drengsins.

„Stelpan mín fer alltaf aðra hverja helgi til ömmu sinnar og afa og eru mikil og góð samskipti sem er mjög dýrmætt fyrir okkur öll.“

Thelmu finnst mikilvægt að fólk viti að hægt sé að eiga gott og fallegt líf þrátt fyrir svona hræðilegt áfall ef maður vinnur vel í því með aðstoð fagaðila.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“