fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Ozzy segir Kanye hafa notað bút í leyfisleysi – „Gyðingahatari og hefur sært ótal manns“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 18:30

Ozzy vandar Kanye ekki kveðjurnar. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkarinn Ozzy Osbourne er afar reiður rapparanum Kanye West fyrir að hafa notað klippu úr þekktu lagi í leyfisleysi. Ozzy segist ekki vilja vera tengdur á nokkurn hátt við kynþáttahatara eins og Kanye.

Í færslu á samfélagsmiðlinum X segir Ozzy, sem er talinn einn af upphafsmönnum þungarokksins, að Kanye hafi falast eftir að nota hluta af laginu „War Pigs“ í nýju lagi sínu. „War Pigs“ er goðsagnakennt lag með hljómsveitinni Black Sabbath, sem Ozzy söng með um langt skeið.

„Ég neitaði af því að hann er gyðingahatari og hefur sært ótal manns. Ég vill ekki tengjast þessum manni á nokkurn hátt,“ sagði Ozzy, sem er oft kallaður myrkraprinsinn. Yfirleitt setur hann sig ekki upp á móti því að aðrir tónlistarmenn noti hluta úr lögum sínum eða taki ábreiður. Eiginkona hans og umboðsmaður, Sharon Osbourne er gyðingur.

Þrátt fyrir neitun Ozzy notaði Kanye lagið eins og heyrðist í hlustunarpartíi rapparans á nýju plötunni.

„Kanye fokkaði í röngum gyðing í þetta skiptið,“ sagði Sharon Osbourne harðorð eftir að þetta kom í ljós. „Þessi móðurserðir er svín,“ sagði hún.

Kanye West hefur misst marga styrktaraðila í gegnum tíðina vegna ógeðfelldra ummæla um gyðinga og upphafningar Adolfs Hitler og helfararinnar. Árið 2022 sagði hann gyðingalækni hafa misgreint hann með geðsjúkdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“