Í lok janúar var Erpur, ásamt öðrum þekktum listamönnum, spurður hvort Patrik fengi titilinn „Nýliði ársins“ í tónlistarbransanum. Myndbandið birtist á TikTok-síðu Isl_texti.
Erpur hélt nú ekki. „Nei, hann fær titilinn að vera besta KFC barnið til að koma með pabba peninginn í geimið […] Ladyboyhomo þetta er topp dúddi. En hann er náttúrulega ekki að gera eitthvað sem ég myndi á neinum tímapunkti segja sé það sama og ég er að gera. Ef þú ferð bara og ert að éta laukinn á einhverjum fokking apaketti sem er í einhverjum vaktaskiptum á einhverri útvarpsstöð eða what the fuck. Þá er það ekki eitthvað sem ég nenni að specca.“
@isl_textiNýliði ársins 2023 📈 Hver var nýliði ársins?♬ original sound – Íslenskur Texti
Patrik var spurður út í ummæli Erps í útvarpsþættinum Veislan á FM957.
„Ég ætla ekki að gefa nein nöfn en ég er búinn að hitta umboðsmenn og aðra og heyrt að menn séu tilbúnir að skjóta til baka [á Erp] sínum lögum […] Þetta er bara það sem ég heyri. En ég er ekki mikið að taka mark á einhverri fimmtugri fyllibyttu í Adidas-galla. Ég setti tappann í flöskuna 28 ára. Það er ekki nóg að gera það í mánuð á ári,“ sagði súkkulaðidrengurinn.
Ummæli Patriks vöktu mikla athygli og hafa þau ekki farið framhjá Erp sem var spurður hvort hann ætli að halda stríðinu áfram og skjóta til baka.
„Málið er það, sko heldur einhver að ég sé að sóna inn á eitthvað suð úr einhverjum snáða í snjónum,“ sagði Erpur í samtali við rapparann Ágúst Bent.
„Ég sit hérna seiðandi, self made, sexy og sóðalegur í sólinni og hef ekki áhyggjur af þessu,“ bætti hann við.
Instagram síðan @isl_texti birti myndbandið.
Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan, prófaðu að endurhlaða síðuna. Smelltu á örina til hægri til að sjá myndbandið.
View this post on Instagram