fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Kristján hæstánægður með Mexíkóferð – „Við erum stoltir”

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson fiskikóngur og eigandi Heitirpottar.is er nýkominn heim frá Mexíkó þar sem ráðstefna Arctic Spas var haldin þetta árið. 

Ferðin skilaði góðum árangri því Heitirpottar.is gjörsigruðu alla Evrópu. 

„Við vorum lang söluhæsta verslunin og einnig fengum við fyrstu verðlaun fyrir bestu þjónustuna í allri Evrópu, sem okkur þykir betri verðlaun. Þau vetðlaun sýna að við erum bestir í þjónustu í allri Evrópu, en það er erfiðara að vinna þau verðlaun en að selja mest,“ segir Kristján að vonum hæstánægður með ferðina og verðlaunin.

„Sala á heitum pottum á Íslandi er ótrúleg, Kanadamenn og aðrir sem selja heita potta skilja ekki hversu mikið er hægt að selja hér miðað við höfðatölu. En pottamenning okkar er sú mesta í heimi. Sirka einn pottur fyrir hverja 500 íbúa. Sem er heimsmet, en ekki hvað.

Við erum stoltir af þessu.  Við höfum aldrei áður unnið tvenn verðlaun á sama árinu, en við erum að vinna þessi verðlaun fimmta árið í röð, sem er sögulegt, þar sem engin önnur verslun innan Arctic Spas hefur unnið þetta tvo ár í röð í 35 ára sögu Arctic Spas í Kanada. 

250 manns sóttu ráðstefnuna í ár og klæddu Kristján og félagar hans sig upp sem Mexíkana við verðlaunaafhendinguna við mikinn fögnuð viðstaddra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ákvað að láta skilnaðinn ekki tortíma sér – ​„Ég var dauðhrædd“

Ákvað að láta skilnaðinn ekki tortíma sér – ​„Ég var dauðhrædd“