fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Foreldrar Biöncu í uppnámi og óttast að Kanye West hafi fullkomna stjórn á henni

Fókus
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 09:34

Bianca þá og nú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar myndir af ástralska arkitektinum Biöncu Censori, 29 ára, og eiginmanni hennar, rapparanum Kanye West, vöktu heimsathygli í gær. Það sem vakti svona mikla athygli var klæðaval Biöncu, en hún var alveg nakin undir gegnsæjum regnjakka.

Sjá einnig: Eiginkona Kanye West kviknakin undir gegnsæjum regnjakka

Sagt er að foreldrar hennar séu í verulegu uppnámi eftir að hafa séð myndir af dóttur þeirra ganga um nánast nakin meðal almennings. Daily Mail greinir frá.

Þau eru sögð hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif Kanye hefur á hana og að hann hafi fullkomna stjórn á henni og hafi lofað henni einhverjum stórum atvinnutækifærum í framtíðinni.

Það eru ekki aðeins foreldrar Biöncu sem hafa áhyggjur af henni. Vinkonur hennar reyndu að grípa í taumana í fyrra en það gekk ekki. Netverjar hafa einnig lýst yfir áhyggjum af henni en hegðun hjónanna virðist sífellt furðulegri og furðulegri. Í byrjun árs fór Kanye að birta myndir af eiginkonu sinni sem hafa verið mjög umdeildar.

Sjá einnig: Kanye West eyddi öllu af Instagram eftir að hafa birt mjög djarfa mynd af eiginkonunni

Kanye eyddi öllu af Instagram eftir að hafa fengið rosalega gagnrýni eftir að hafa birt þessa mynd.

Fatastíllinn tekið miklum breytingum

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Í september sögðust vinkonur hennar hafa miklar áhyggjur af henni og að Kanye væri að „reyna að breyta henni í róttækari útgáfu af fyrrverandi eiginkonu hans, Kim Kardashian.“

Sjá einnig: Vinkonur eiginkonu Kanye West hafa miklar áhyggjur af hegðun hennar – „Hún er ekki svona“

Fatastíll og útlit hennar hefur tekið rosalegum breytingum eftir að hún kynntist rapparanum en það er þekkt að Kanye hafi áhrif á klæðaburð eiginkvenna sinna og kærasta.

Í sumar voru Bianca og Kanye á ferð um Ítalíu og vakti klæðaburður hennar mikla athygli og talsverða reiði. Fjölmargir kölluðu eftir því að Bianca yrði handtekin fyrir að særa blygðunarsemi en hún klæddist litlu öðru en gegnsæjum sokkabuxum og litlum toppum. Eitt kvöldið gekk hún um með púða í stað þess að vera í bol.

Þau voru einnig sett í lífstíðarbann eftir ósæmilegt atvik á bát.

Sjá einnig: Heldur áfram að hneyksla á Ítalíu – Svona var fatastíllinn áður en hún giftist Kanye

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife