fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Britney segist hafa kelað við Ben – „Ég var búin að steingleyma því!” 

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears heldur því fram að hún hafi kelað við leikarann Ben Affleck eina kvöldstund og steingleymt því.

Á miðvikudag deildi Britney mynd á Instagram frá árinu 1999 þar sem hún stillir sér upp með Affleck og tónlistarkonunni Diane Warren. Britney var þá 17 ára og Affleck 26 ára.

„Flott mynd af mér og Ben Affleck og Diane Warren fyrir mörgum árum. Hann er svo magnaður leikari. Var ég ekki búin að minnast á að ég kelaði við Ben um kvöldið … ég gleymdi því satt að segja, fjandinn það er klikkað. Vildi að ég gæti sagt ykkur söguna um það sem gerðist á undan!!! En elskurnar, ég er bara að slúðra. Ps. ég gleymdi þessu alveg.“

Samband Britney og tónlistarmannsins Justin Timberlake hófst sama ár, en þau skildu þremur árum síðar.  Á árunum 1997 til 2000 var Afflect í sambandi með leikkonunni Gwyneth Paltrow, það er á þeim tíma sem Britney segir þau hafa kelað. Í dag er hann giftur stórstjörnunni Jennifer Lopez.

Britney og Justin Timberlake
Afflect og Gnyneth Paltrow
Affleck og Jennifer Lopez

Óhætt er að segja að færsla Britney hafi ekki fallið í kramið og veltu netverjar því fyrir sér af hverju hún væri að draga eldgamla mynd og kelerí sem hún var búin að steingleyma aftur fram í dagsljósið, nú þegar Ben er hamingjusamlega giftur annarri konu. Enda fór það svo að Britney eyddi færslunni og aðgangur hennar á Instagram er nú lokaður. Affleck hefur engu svarað enn sem komið er um þetta 25 ára gamla kelerí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“