fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Fegurðardrottning afsalar sér krúnunni eftir afhjúpun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 20:30

Karolina Shiino ásamt öðrum keppendum í Ungfrú Japan. Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem bar nýlega sigur úr býtum í keppni um titilinn Ungfrú Japan hefur afsalað sér titlinum eftir að í ljós kom að hún átti í ástarsambandi við giftan mann.

Það vakti mikla athygli fyrir tveimur vikum þegar Karolina Shiino var kjörin ungfrú Japan. Shiino er fædd í Úkraínu en hefur búið í Japan síðan hún var 5 ára en hún er í dag 26 ára gömul. Hún lítur því ekki út eins og dæmigerð japönsk kona og sigur hennar vakti mikla umræðu um hvort að kona sem er hvít á hörund og ekki fædd í Japan geti verið holdgervingur japanskrar fegurðar.

CNN fjallar um málið í dag. Þar kemur fram að Shiino hafi í færslu á Instagram beðið fjölskyldu mannsins sem hún átti í sambandi við afsökunar. Hún baðst enn fremur afsökunar fyrir að hafa valdið mörgu fólki vandræðum og að hafa brugðist þeim sem studdu við bakið á henni.

Forsvarsmenn keppninnar um Ungfrú Japan segja að annar keppandi fái ekki krúnuna í staðinn og því hljóti engin titilinn á þessu ári.

Hvað er að vera Japani?

Shiino talar reiprennandi japönsku og er japanskur ríkisborgari. Eftir sigurinn sagðist hún vilja vera viðurkennd sem japönsk. Hún sagði að hún hefði fengið að heyra það að hún væri ekki japönsk en hún hafi ekki síst vilja sanna að hún væri það sannarlega með því að taka þátt í keppninni.

Í kjölfar sigurs Shiino fóru af stað miklar umræður í Japan um hvað það eiginlega þýddi að vera japanskur. Sumir vildu meina að með sigrinum hefði vestrænum hugmyndum um fegurð verið troðið upp á Japana og að konur sem fæddar væru í Japan og með hefðbundið japanskt útlit ættu þá ekki lengur möguleika á að sigra í keppnum eins og ungfrú Japan.

Japan hefur löngum verið einsleitt land með lágu hlutfalli innflytjenda. Shiino segir að erfitt hafi verið fyrir hana að alast upp í þessu samfélagi. Eftir sigurinn kallaði hún eftir víðari skilgreiningu á því hvað þýddi að vera Japani, í nafni fjölbreytileikans.

Hvaða áhrif það hefur á slíka umræðu að hún hafi nú afsalað sér titlinum Ungfrú Japan á eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Í gær

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set