fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Egill baunar aftur á Prettyboitjokko – „Hjá Laufeyju talar tónlistin samin og leikin af kunnáttu – ekki íburðarmikill lífsstíll“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 14:30

Egill er ekki hrifinn af hinum íburðarmikla lífstíl Patriks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gagnrýnir tónlistarmanninn Patrik Atlason, betur þekktan sem Prettyboitjokko, vegna íburðarmikils lífsstíls. Patrik segir lífsstílinn hluta af ímyndinni.

Patrik var í viðtali hjá Rás 2 í morgun þar sem hann fór yfir lífshlaup sitt á hundavaði. Meðal annars ræddi hann það að koma af auðugum ættum, eða „af peningum“ eins og hann orðaði það. „Það er tabú að koma af peningum,“ sagði hann.

Hafi hann nýtt sér markaðsöflin og áhuga almennings á lífsstíl hinna ríku til að búa til poppstjörnu. Svo sem með því að klæða sig í íburðarmikil föt og láta taka ljósmyndir af sér í ferðalögum úti í heimi.

Elítískur lífsstíll

Ekki heillaði þetta Egil sem skrifaði athugasemd við færslu um viðtalið á samfélagsmiðlum. Vísaði hann til Laufeyjar, sem hefur sprungið út á stuttum tíma og vann nýlega Grammy verðlaun.

„Hjá Laufeyju talar tónlistin samin og leikin af kunnáttu – ekki íburðarmikill lífsstíll,“ segir Egill.

Í athugasemdunum eru þó nokkuð skiptar skoðanir um Patrik og ágæti tónlistar hans. Einkum að hann skuli nota svokallað „autotune“ sem er hljóðgervill sem breytir tón raddarinnar.

Sjá einnig:

Patrik um gagnrýni Egils og Bubba – „Menn eru oft svo blindir á sjálfa sig“

Í athugasemdum er Egill einnig sakaður um „elítisma“ en svarar því af festu og skýtur aftur á téðan Patrik.

„Amk hefur fæst tónlistarfólk á landinu efni á elítískum lífsstíl – er flest heldur tekjulágt og getur ekki ræst einhverjar vinsældavélar,“ segir hann.

Dýr sundbrók og sportbíll

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Egill gagnrýnir Patrik og efnishyggjuna. Í sumar skrifaði hann:

„Gústi B kaupir sér Rolex, Prettyboitjokko kaupir dýra sundbrók og sportbíl, Gummi kíró gengur í Gucci. Um svonalagað les maður daglega í fjölmiðlum. Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja? Ég man þá tíð að svona hefði þótt alveg innilega ófínt. En nú er því stillt upp eins og þarna sé gríðarlega eftirsóknarverður veruleiki.“

Patrik fékk einnig á baukinn þá hjá tónlistarmönnunum Bubba Morthens og Björgvini Halldórssyni.

„Þegar maður er að styggja þessa gæja þá verður maður að gefa sér klapp á bakið,“ sagði Patrik í þættinum Bítið á Bylgjunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“