Beggi, sem er með um tíu þúsund fylgjendur á Instagram, greindi frá því á dögunum að hann væri farinn í 100 daga pásu frá samfélagsmiðlum til að einbeita sér að náminu. Hann er í doktorsnámi í sálfræði Los Angeles í Bandaríkjunum.
Beggi stefnir á að útskrifast vorið 2025 og ætlar því að nota næstu hundrað daga til að sökkva sér djúpt í rannsóknir og ritgerðarskrif. Hann ætlar líka að leyfa sér að vera mannlegur og njóta lífsins með góðum vinum.
Hann útskýrir pásuna, sem hann kallar „Verkefni 100: Rannsóknarhellirinn“, nánar í færslunni sem má sjá hér að neðan. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð hana ekki.
View this post on Instagram
Beggi fetar í fótspor athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar sem greindi frá því í byrjun janúar að hann væri farinn í 90 daga samfélagsmiðlapásu, eða réttara sagt sagðist hann ætla að „hverfa“ í 90 daga, vakna fyrir allar aldir, æfa eins og brjálæðingur, borða hollt og ekki stunda sjálfsfróun yfir þetta tímabil.
Sjá einnig: Nökkvi ætlar ekki að stunda sjálfsfróun í 90 daga – Þetta er ástæðan
Fleiri áhrifavaldar hafa tekið sér pásu frá samfélagsmiðlum. Eins og Kristján Einar Sigurbjörnsson, eða Kleini eins og hann er kallaður.
Sjá einnig: Kleini hefur tekið stóra ákvörðun
Hann hefur samt verið lengur frá samfélagsmiðlum en samanlögð pása Nökkva Fjalars og Begga. Hann kvaddi sviðsljósið í lok júlí í fyrra en hefur gefið til kynna að hann stefnir að snúa aftur bráðlega.
Söngkonan Greta Salóme tók Instagram-pásu í janúar og sagðist ætla að einbeita sér að tónlistinni, heilsunni og fjölskyldunni.