fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fókus

Beggi Ólafs fylgir fordæmi Kleina og Nökkva Fjalars

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 12:10

Nökkvi Fjalar, Beggi Ólafs og Kristján Einar eru allir í samfélagsmiðlapásu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, fylgir fordæmi áhrifavaldabræðra sinna, Kleina og Nökkva Fjalars, og kveður samfélagsmiðla í nokkra mánuði.

Beggi, sem er með um tíu þúsund fylgjendur á Instagram, greindi frá því á dögunum að hann væri farinn í 100 daga pásu frá samfélagsmiðlum til að einbeita sér að náminu. Hann er í doktorsnámi í sálfræði Los Angeles í Bandaríkjunum.

Beggi stefnir á að útskrifast vorið 2025 og ætlar því að nota næstu hundrað daga til að sökkva sér djúpt í rannsóknir og ritgerðarskrif. Hann ætlar líka að leyfa sér að vera mannlegur og njóta lífsins með góðum vinum.

Hann útskýrir pásuna, sem hann kallar „Verkefni 100: Rannsóknarhellirinn“, nánar í færslunni sem má sjá hér að neðan. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð hana ekki.

Beggi fetar í fótspor athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar sem greindi frá því í byrjun janúar að hann væri farinn í 90 daga samfélagsmiðlapásu, eða réttara sagt sagðist hann ætla að „hverfa“ í 90 daga, vakna fyrir allar aldir, æfa eins og brjálæðingur, borða hollt og ekki stunda sjálfsfróun yfir þetta tímabil.

Sjá einnig: Nökkvi ætlar ekki að stunda sjálfsfróun í 90 daga – Þetta er ástæðan

Fleiri áhrifavaldar hafa tekið sér pásu frá samfélagsmiðlum. Eins og Kristján Einar Sigurbjörnsson, eða Kleini eins og hann er kallaður.

Sjá einnig: Kleini hefur tekið stóra ákvörðun

Hann hefur samt verið lengur frá samfélagsmiðlum en samanlögð pása Nökkva Fjalars og Begga. Hann kvaddi sviðsljósið í lok júlí í fyrra en hefur gefið til kynna að hann stefnir að snúa aftur bráðlega.

Greta Salóme
Mynd: Valli

Söngkonan Greta Salóme tók Instagram-pásu í janúar og sagðist ætla að einbeita sér að tónlistinni, heilsunni og fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Í gær

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vann hug og hjarta heimsins og mætir nú í Eldborg

Vann hug og hjarta heimsins og mætir nú í Eldborg