fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

„Konur eru búnar að missa allan kynþokka því þær eru orðnar svo gervilegar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 20:00

Alda Coco. Mynd/Instagram @aldacocooffical

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan Alda Coco er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún fer um víðan völl í þættinum og ræðir meðal annars um fyrirsætubransann, Einkamál.is málið svo kallaða, fegrunaraðgerðir og kjaftasögur.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan, einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Alda Guðrún Jónasdóttir skaust fram á sjónarsviðið í kringum 2009. Hún tók stuttu síðar upp viðurnefnið Coco sem festist við hana og hefur síðan þá verið þekkt sem Alda Coco.

Alda hefur verið gagnrýnin á notkun filtera og myndvinnsluforrita á samfélagsmiðlum. Aðgengi að einföldum forritum, eins og Facetune, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Það hefur aldrei verið auðveldara að slétta húðina, minnka eða stækka einstaka líkamshluta og svo framvegis.

„Mér finnst þetta náttúrulega bara út í hött. Þetta er bara rugl. Konur eru búnar að missa allan kynþokka því þær eru orðnar svo gervilegar og plastlegar. Þegar þú ert komin með svo mikið af filterum eða segjum bara lýtaaðgerðum eða eitthvað, þú missir allan kynþokka. Verður bara gervileg og asnaleg. Mín skoðun á þessu er að mér finnst þetta alveg út í hött,“ segir hún.

Mynd/DV

Sum lönd eru byrjuð að vinna gegn þessu eins og Noregur. Árið 2021 voru lög samþykkt þar í landi sem skylda áhrifavalda til þess að merkja þær myndir sem er búið að eiga við.

Alda ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, horfðu á hann í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Öldu Coco á Instagram.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Í gær

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“
Hide picture