Vísir greindi frá því fyrr í dag að hún væri orðin ein af eftirsóttu einhleypu konum landsins.
Svala var í sambandi með Alexander Egholm Alexandersson í tæplega eitt og hálft ár.
DV fékk það staðfest að þau væru í raun og veru hætt saman en í fyrra var greint frá sambandsslitum þeirra og tóku þau fyrir það á sínum tíma.
Svala hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár og sigraði hjörtu landsmanna þegar hún söng lagið „Fyrir jól“ með föður sínum, Björgvini Halldórssyni, á níunda áratugnum. Svo má ekki gleyma því þegar hún gaf út næsta smell, „Ég hlakka svo til“, aðeins ellefu ára gömul.
Fyrsta sólóplata Svölu, The Real Me, kom út árið 2001. Hún stofnaði síðan hljómsveitina Steed Lord árið 2006 ásamt bræðrunum Einari, Ella og Eðvarði Egilssyni. Þau voru mjög vinsæl í Los Angeles, þar sem þau voru búsett. Lög hljómsveitarinnar voru meðal annars spiluð í stórum þáttum á borð við Keeping Up With The Kardashians og So You Think You Can Dance. Svala var einnig fengin til að hanna fatalínu fyrir tískurisann H&M.
Eftir að Svala flutti heim hefur hún sinnt ýmsum verkefnum. Hún var meðal annras dómari í The Voice og tók þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands, með laginu „Paper“ árið 2017.
Fókus óskar þeim velfarnaðar á þessum tímamótum.