fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið: Kanye West reiður og reif símann af blaðakonunni – „Ertu rugluð“

Fókus
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 07:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West var ekki í sérstaklega góðu skapi í gær þegar blaðakona frá TMZ myndaði hann og reyndi að spyrja hann út í eiginkonu hans, Bianca Censori.

Samband Kanye og Censori hefur verið á milli tannanna á fólki og var greint frá því í gær að Kanye hefði bannað henni að nota samfélagsmiðla. Er Kanye sagður gera þetta til að „vernda“ hana og svo hún þurfi ekki að lesa neikvæðar athugasemdir um sig á netinu.

Hefur Kanye verið gagnrýndur fyrir að vera stjórnsamur og hafa gamlar vinkonur Censori lýst yfir áhyggjum af henni. Þá hefur klæðaburður hennar, eftir að hún byrjaði með tónlistarmanninum, vakið ýmsar spurningar.

Atvikið í gær átti sér stað þegar Kanye var á leið til athafnar þar sem tónlistarmaðurinn Charlie Wilson fékk stjörnu í gangstéttina við Hollywood Boulevard. Reyndi blaðakonan að bera upp spurningu um Censori og hvort hún hefði frjálsan vilja. Þá vildi hún vita hvort hann stjórnaði henni.

Blaðakonan rétt náði að ljúka spurningunni þegar Kanye reif af henni símann og hraunaði yfir hana. „Ekki koma upp að mér með eitthvað svona kjaftæði. Ég er manneskja. Ertu rugluð?“

West hélt áfram og spurði hvort hún væri í vinnu fyrir sjálfan djöfulinn. Þá endaði hann á að bjóða henni vinnu og tvöfalda þau laun sem hún er með í dag. Blaðakonunni virtist vera nokkuð brugðið ef marka má myndir frá uppákomunni. Hér að neðan má sjá myndband frá TMZ en í fréttinni sjálfri er svo hægt að sjá annað myndband af uppákomunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye