fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Helgi segir einn íslenskan hárgreiðslumann í liði með ofbeldismanni hans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 10:29

Mynd/Instagram @helgiomarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Helgi var í ofbeldissambandi í átta ár. Það tók hann langan tíma að átta sig á því sem væri að gerast fyrir hann, en ofbeldið var andlegt og vissi hann ekki hvað gaslýsing og narsisissti var á þeim tíma. Með mikilli sjálfsvinnu er hann kominn á þann stað sem hann er í dag og hefur ákveðið að nota sína upplifun til að hjálpa öðrum.

Árið 2021 opnaði Helgi sig fyrst opinberlega um ofbeldið. Aðspurður hvort hans fyrrverandi, sem er danskur og búsettur í Danmörku, viti af því svarar Helgi játandi.

„Já, alveg pottþétt,“ segir Helgi og bætir við að hann hafi strax sett mörk um að hans fyrrverandi væri ekki velkominn í hans líf.

„Mjög snemma bað ég alla sem ég þekki […], og var mjög alvarlegur, að ef einhver myndi sjá hann, heyra hann tala um mig, ljúga um mig, eða bara hvað sem er sem tengdist honum, þá vil ég ekki vita það.“

Helgi segist þó meðvitaður um einhverja sögu sem er á sveimi um hann. „En ég veit reyndar að það er einhver saga, eða frásögn hans megin, um mig. Sem ég veit ekki hver er, sem betur fer, því ég vil ekki vita það. Ég veit að það var einn íslenskur hárgreiðslumaður sem greinilega hefur talað við hann og finnst ég hræðilegur,“ segir hann.

„Það má bara. Ef það hentar og hann vill trúa og þetta lætur honum líða [á einhvern hátt]. Bara hvað sem það er, það bara má. Það kemur mér ekkert við. Ég held áfram mínu og ég er persónulega ekki hræddur við hann. Eins og flestir er hann bara grey.“

Helgi ræðir málið frekar í spilaranum hér að ofan. Klippan hér að ofan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á öllum helstu streymisveitum.

Fylgstu með Helga á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið Helgaspjallið á Spotify og Apple Podcasts.

Smelltu hér til að sjá hvar þú getur leitað hjálpar ef einhver er að beita þig eða einhvern sem þú þekkir ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“
Hide picture