Í gærkvöldi var tilkynnt hvaða tíu lög taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Fjögur lög komast áfram úr undanúrslitakvöldunum tveimur, sem haldnar verða 17. og 24. febrúar í úrslitakeppnina í gegnum símakosningu landsmanna, eins og segir í tilkynningu frá RÚV. Framleiðendur keppninnar geta svo hleypt „einu lagi enn“ áfram ef þeir kjósa.
Því verða lögin annað hvort fjögur eða fimm sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars, þegar sigurvegarinn verður kosinn af almenningi og dómnefnd.
Tekið er fram í tilkynningunni að ríkisútvarpið muni taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision eftir að Söngvakeppninni lýkur.
Listrænir stjórnendur keppninnar í ár eru þau Samúel Bjarki Pétursson, Gunnar Páll Ólafsson, Selma Lóa Björnsdóttir og Högni Egilsson. Kynnar eru Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson.
Flytjandi: CeaseTone
Lag: Hafsteinn Þráinsson og Halldór Eldjárn
Texti: Una Torfadóttir
Flytjandi: Blankiflúr (Inga Birna Friðjónsdóttir)
Lag og texti: FIMM (Hólmfríður Sigurðardóttir, Páll Axel Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Albert Sigurðsson og Sólveig Sigurðardóttir)
Flytjandi: ANITA
Lag: Ásdís María Viðarsdóttir og Jake Tench
Texti: Ásdís María Viðarsdóttir
Flytjandi: Sunny
Lag: Nikulás Nikulásson og Sunna Kristinsdóttir
Texti: Sunna Kristinsdóttir
Flytjendur: VÆB
Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson
Flytjandi: Bashar Murad
Lag: Bashar Murad & Einar Hrafn Stefánsson
Texti: Matthías Tryggvi Haraldsson
Flytjandi: Hera Björk
Lag: Ásdís María Viðarsdóttir, Michael Burek, Jaro Omar og Ferras Alqaisi
Texti: Ásdís María Viðarsdóttir
Flytjandi: Heiðrún Anna
Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir
Texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir og Rut Ríkey Tryggvadóttir
Flytjandi: Sigga Ózk
Lag: Sigga Ózk, Birkir Blær og TRIBBS
Texti: Sigga Ózk
Flytjandi: MAIAA
Lag: Baldvin Snær Hlynsson
Texti: Baldvin Snær Hlynsson og María Agnesardóttir