fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Fókus

„Mörgum er það keppikefli að hlutur kvenna sé sem mestur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 13:00

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, fjölmiðlamaður sem heldur úti vefnum Ritstjori.is, er gestur Frosta Logasonar í nýjasta þætti Spjallsins. Í þættinum ræða Frosti og Snorri meðal annars jafnréttismál en Snorri segist ekki vera femínisti og að kynjakvótar séu niðurlægjandi fyrir konur.

„Ég held að það komi engum á óvart,“ segir Snorri um þá staðreynd að hann sé ekki femínisti:

„Mörgum er það keppikefli að hlutur kvenna sé sem mestur. Það er þeirra sjálfsagði réttur að líta svo á. Mér er það ekki sérstakt keppikefli. Ég lít á aðra þætti í samfélaginu sem vekja meiri áhuga hjá mér, að vilja bæta úr eða gera eitthvað með.“

Frosti spyr þá að þar sem Snorri sé ekki femínisti hvort hann hati þá konur og sé karlremba:

„Ég er örugglega álitin karlremba af mörgum. Er það ekki bara klassískt dæmi að vera álitin karlremba. Þá er maður bara karlremba.“

Snorri vísar í að hann hafi gert grín að kenningum um þriðju vaktina og segist þá hafa verið spurður hvort væri í lagi með hann.

Sjá einnig: Snorri hefur efasemdir um baráttu gegn þriðju vaktinni – „Talaðu bara við lata manninn þinn“

„Mér finnst þetta bara eitthvert flipp. Við erum bara hérna að tala saman. Það er ekkert heimsendir ef einhver allt í einu vaknar sem ekki það mikill femínisti og vill bara segja: þetta kvennaverkfall var ekki verkfall heldur eitthvað allt annað.“

Verður maður að vera femínisti til að fá vinnu á RÚV?

Snorri segir að í opinberri stjórnsýslu, atvinnulífinu, menntakerfinu, fjölmiðlum og öðru séu ákveðnir stimplar á ákveðna aðila. Það myndi allt kerfi sem sé hinn hugmyndafræðilegi þrýstingur okkar tíma.

Snorri og Frosti eru sammála um að það sé erfitt að fá vinnu á RÚV ef maður sé ekki yfirlýstur femínisti.

Snorri segir að maður þurfi ekki að vera sammála því að nauðsynlegt sé að jafna rétt fólks með því að setja kvóta í allt:

„Ég er svo hjartanlega ósammála þeirri nálgun. Ef það þýðir að ég sé ekki femínisti, gott og vel. Þá er ég það bara ekki.“

Snorri telur að einblína eigi fremur á verðleika einstaklinga en kyn þeirra:

„Þá sköpum við verðleika. Þá búum við til hvata fyrir verðleika. Annars búum við til hvata fyrir eitthvað annað.“

Hann segist vilja hugsa um allt samfélagið sem eina stóra heild og að allir byggi sig upp:

„Til þess að vera sterkasta og besta útgáfan af sjálfum sér en ekki að krefjast einhverja hluta á grundvelli einhverra meðfæddra eiginleika.“

Þar af leiðandi telur Snorri hygmyndir um kynjakvóta niðurlægjandi fyrir konur:

„Svo er fólki bara frjálst að vera ósammála því og heldur að þetta geti haft jákvæð áhrif. Ég held ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum