fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Hannes Hólmsteinn hamstrar miða á tónleika Taylor Swift

Fókus
Mánudaginn 22. janúar 2024 13:32

Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Taylor Swift. Illu heilli er myndin samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn óvæntasti Taylor Swift-aðdáandi landsins er vafalaust Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það gladdi notendur X, áður Twitter, mjög þegar prófessorinn auglýsti tvo miða til sölu á tónleika stórstjörnunnar í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári.

Það er þó eflaust ótrúleg upplifun að skella sér á tónleika Swift enda er hún ein stærsta og vinsælasta stjarna heims um þessar mundir og því ekki ólíklegt að Hannes hafi ákveðið að skella sér ef útlit var fyrir að hann yrði í borginni um þetta leyti á næsta ári.

Áhugi prófessorsins á söngkonunni virðist þó vera enn meiri því í nótt auglýsti hann aftur tvo miða á tónleika Swift en nú í Miami-borg en þeir tónleikar fara fram í október á næsta ári.

 

Miðað við þennan áhuga má telja líklegt að Hannes hafi verið meðal gesta á alræmdum tónleikum Swift í Rio de Janeiro, öðru heimili prófessorsins, í nóvember. Tónleikarnir komust í heimsfréttirnar þegar að þeim var aflýst rétt áður en Swift steig á svið því áhorfandi ofhitnaði og lést í kraðakinu fyrir tónleikana.

Taylor Swift er ein vinsælasta stjarna heims um þessar mundir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“