fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Hannes Hólmsteinn hamstrar miða á tónleika Taylor Swift

Fókus
Mánudaginn 22. janúar 2024 13:32

Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Taylor Swift. Illu heilli er myndin samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn óvæntasti Taylor Swift-aðdáandi landsins er vafalaust Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það gladdi notendur X, áður Twitter, mjög þegar prófessorinn auglýsti tvo miða til sölu á tónleika stórstjörnunnar í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári.

Það er þó eflaust ótrúleg upplifun að skella sér á tónleika Swift enda er hún ein stærsta og vinsælasta stjarna heims um þessar mundir og því ekki ólíklegt að Hannes hafi ákveðið að skella sér ef útlit var fyrir að hann yrði í borginni um þetta leyti á næsta ári.

Áhugi prófessorsins á söngkonunni virðist þó vera enn meiri því í nótt auglýsti hann aftur tvo miða á tónleika Swift en nú í Miami-borg en þeir tónleikar fara fram í október á næsta ári.

 

Miðað við þennan áhuga má telja líklegt að Hannes hafi verið meðal gesta á alræmdum tónleikum Swift í Rio de Janeiro, öðru heimili prófessorsins, í nóvember. Tónleikarnir komust í heimsfréttirnar þegar að þeim var aflýst rétt áður en Swift steig á svið því áhorfandi ofhitnaði og lést í kraðakinu fyrir tónleikana.

Taylor Swift er ein vinsælasta stjarna heims um þessar mundir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set