fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Leikkonan heimsfræga faldi ferilinn fyrir sonunum – „Þeir héldu að ég væri í byggingarvinnu“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. janúar 2024 14:30

Jodie Foster Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan og Íslandsvinkonan Jodie Foster vildi að synir hennar tveir ættu eins eðlilegt líf og uppeldi og hægt var þrátt fyrir að eiga fræga móður.

Foster sagði í viðtali við The View í gær, föstudag, að hún hafi falið leiklistarferil sinn fyrir sonum sínum þegar þeir voru yngri vegna þess að hún vildi ekki að hann hefði áhrif á hvernig þeir litu á hana.

„Ég held ég hafi bara ekki viljað að þeir þekktu mig svona,“ útskýrði Foster, sem orðin er 61 árs. „Ég vildi að þau þekktu mig sem mömmu sína og manneskjuna sem fór í vinnu og svoleiðis. Ég vildi bara ekki að þeir yrðu ringlaðir yfir hvert lífsviðurværi mitt væri.“

Synir Foster eru í dag 22 og 25 ára.  Þrátt fyrir að hafa tekið eldri soninn, Charles „Charlie“ Bernard Foster, með sér á tökustaði þegar hann var þriggja ára, héldu synirnir fyrstu árin að Foster ynni í byggingavinnu. Yngri sonurinn er svo Christopher „Kit“ Bernard Foster.

Foster ásamt sonum sínum.

„Ég kom með hann á sett einn daginn og ég keypti handa honum lítið verkfærabelti úr plasti og svoleiðis,“ rifjar Foster upp. „Og ég var: „Já, og þetta er þetta sett og þetta sett og þetta sett.“ Og í mjög langan tíma hélt hann að ég væri byggingarverkamaður.“

Ekki er á hreinu hvenær nákvæmlega synirnir áttuðu sig á að móðir þeirra væri heimsfræg, en  Charlie fetaði í fótspor móður sinnar og tók þátt í leiklist öll skólaárin.

Foster og Charlie.

Þrátt fyrir áhuga sona hennar á skemmtanabransanum, grínast leikkonan með að þeir „hafa engan áhuga á að horfa á kvikmyndir mínar með mér. Það eru nokkrar myndir sem ég myndi aldrei sýna þær vegna þess að ég myndi hafa áhyggjur af því að verða strítt,“ sagði Jodie í gríni og benti sérstaklega á kvikmyndina Nell frá 1995 þar sem hún lék villt barn sem eyddi mestum hluta uppeldis síns í einangrun.

Foster er hins vegar fullviss um að synirnir geti horft á nýjasta verkefni hennar, sjónvarpsþættina True Detective: Night Country, sem teknir eru upp að mestu hérlendis, ekki endilega til að styðja hana heldur vegna þess að þeir hafa mikinn áhuga á True Detective þáttaröðunum.

Hefur haldið einkalífinu utan sviðsljóssins

Foster hefur haldið einkalífi sínu að mestu utan sviðsljóssins í gegnum árin, sérstaklega hvað varðar syni hennar og sambandið við eiginkonuna Alexöndru Hedison, sem hún giftist árið 2014.

Fyrr í vikunni kom Charlie örstutt fram í The Tonight Show. Eftir að Jodie steig á svið sagði þáttastjórnandinn Jimmy Fallon henni að hann væri „mjög spenntur“ að hitta soninn, sem veifaði þegar myndavélin sneri að honum meðal áhorfenda.

„Þetta er sonur sem sýnir stuðning sinn, við elskum þig Charlie“,“ sagði Fallon á meðan hann klappaði. 

Foster gagnrýndi nýlega ungt fólk á vinnustöðum, fólk sem er á sama aldri og synir hennar. Féll gagnrýni hennar ekki í kramið hjá öllum.

Sjá einnig: Jodie Foster gagnrýnir unga starfsmenn – „Ég er ekki að finna mig í dag, ég mæti í vinnuna klukkan 10.30“

Foster segist samt sem áður reyna að ná til ungra leikkvenna og gefa þeim ráð svo þær þurfi ekki að takast á við sömu erfiðleika og hún lenti í sem ung leikkona. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna