Söngkonan Britney Spears sneri aftur á Instagram í gær og beraði allt á mynd í fríi sínu í Frönsku Pólýnesíu.
„Var að lenda í Frönsku Pólýnesíu !!!“ skrifar söngkonan við mynd af sér naktri, en til að gæta velsæmis og láta ekki blokka sig af samfélagsmiðlinum setur söngkonan tvö demant-emoji yfir brjóst og bossa.
Britney gladdi einnig aðdáendur sína með myndbandi af henni sjálfri þar sem hún dansaði um í gulum, stuttum og gegnsæum kjól. “Á leið í kvöldmat á Catch fyrir tveimur kvöldum !!! Dansa eins og ég ætti að gera alla daga lífs míns !!!“
Britney, sem er orðin 42 ára, hefur áður sagt að hún sé að sleppa sér lausri, orðin frjáls eftir 13 ára sjálfræðissviptingu.
„Ég veit að margir skilja ekki hvers vegna ég elska að taka myndir af mér nakinni eða í nýjum kjólum,“ skrifaði Britney í endurminningabók sinni The Woman In Me.
„Ég held að ef fólk hefði verið myndað af öðrum þúsund sinnum, ýtt og stillt upp til að öðlast samþykki annarra, myndi fólk skilja að ég fæ mikla gleði af því að stilla mér upp eins og mér finnst vera kynþokkafullt og taka mínar eigin myndir, og gera það sem ég vil.“
Þó að myndirnar og færslur Britney veiti henni ákveðið frelsi og fróun þá hafa þær leitt til ágreinings meðal hennar og sona hennar Preston, 18 ára og Jayden, 17 ára.
„Það er næstum eins og hún þurfi að setja eitthvað á Instagram til að fá athygli,“ sagði Jayden við breska ITV í fyrra. „Þetta hefur haldið áfram í mörg mörg ár og það eru miklar líkur á því að þetta hætti aldrei.“
Faðir drengjanna og fyrrum eiginmaður Britney, Kevin Federline sagði við ITV að hann útskýrði fyrir sonunum að myndirnar og myndböndin væru „bara önnur leið sem móðir þeirra kýs að tjá sig.“ Hann sagði að það væri þó erfitt fyrir synina að sjá móður sína nakta á netinu.
„Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera unglingur, þurfa að mæta í skólann. Hver veit hversu margir spyrja þá um myndirnar og myndböndin?“