fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Tortímandinn ekki tekinn neinum vettlingatökum í Þýskalandi

Fókus
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 21:50

Gervigreind stýrir söguþræðinum í Terminator þar sem Arnold Schwarzenegger leikur aðalhlutverkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndastjarnan heimsfræga Arnold Schwarzenegger hefur verið sektaður um 35.000 evrur (tæpar 5,2 milljónir íslenskra króna) í Þýskalandi fyrir að skrá ekki sérstaklega lúxusúr sem hann kom með til landsins. Ætlunin var að bjóða það upp á uppboði til styrktar góðgerðarmálum.

Daily Mail hefur þetta eftir þýskum fjölmiðlum.

Þar kemur fram að leikaranum var haldið í nokkra klukkutíma á flugvellinum í München eftir að úrið fannst í fórum hans. Honum var þá tjáð að hann yrði að greiða helming sektarinnar í reiðufé og fylgdu tollverðir honum í banka þar sem hann tók féð út.

Arnold, sem er 76 ára, kom með flugi til München frá Los Angeles ásamt kærustu sinni, hinni 49 ára gömlu Heather Milligan, og ónefndum vini sínum. Hann mun hafa verið á leiðinni til Kitzbühel í Austurríki þar sem úrið átti að vera meðal muna á uppboði til styrktar góðgerðarmálefnum sem tengjast áhrifum loftslagsbreytinga. Arnold sem er bæði bandarískur og austurrískur ríkisborgari er sagður hafa verið í haldi þýskra yfirvalda í þrjá klukkutíma áður en honum var sleppt.

Úrið er sagt mjög verðmætt og var sérstaklega framleitt fyrir Arnold af svissneska úraframleiðandanum Audemars Piguet sem sérhæfir sig í lúxusúrum. Aðeins 1.500 eintök voru framleidd og er verðmæti hvers og eins úrs sagt nema andvirði 30.000 sterlingspunda (rúmar 5,2 milljónir íslenskra króna).

Tollverðir eru sagðir hafa tjáð Arnold að hann yrði að skilja úrið eftir hjá þeim. Talsmaður tollayfirvalda í München sagði að kvikmyndastjarnan hefði átt að gefa úrið upp til skatts þar sem til hefði staðið að selja það innan Evrópusambandsins. Ef slíkir munir séu fluttir til landa innan Evrópusambandins í þeim tilgangi að þeir verði þar eftir verði að gefa þá upp til skatts.

Arnold tjáði þýskum fjölmiðlum að málið væri dæmi um það vandamál Þýskalands að geta ekki séð skóginn fyrir trjánum.

Hann er mjög hrifinn af dýrum og vönduðum úrum og er sagður eiga álitlegt safn slíkra gripa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“