Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona hjá Sýn eignaðist 14. janúar síðastliðinn stúlku. Svava steig fram á meðan meðgöngunni stóð og lýsti erfiðu tæknifrjóvgunarferli og slæmri reynslu af fyrirtækinu Livio sem býður upp á slíkar meðferðir .
Svava gafst upp á að bíða eftir drauma manninum til að eignast börn með og ákvað því að leita á náðir Livio.
Hún segir að samskiptaleysi og skortur á upplýsingum hafi einkennt ferlið sem var árangurslaust í upphafi. Það hafi reynt mikið á hana tilfinningalega og skort hafi nærgætni af hálfu Livio. Þetta tókst þó að lokum og Svava varð ófrísk.
Í færslu sinni þar sem hún tilkynnir fæðinguna segir Svava þó að skyndilega hafi þetta allt orðið þess virði. Þar sem engin faðir er til staðar nýtur Svava dyggrar aðstoðar foreldra sinna:
„Hefur litla daman nefnt það að hún eigi bestu ömmu og afa í heimi, ég tók strax undir það.“