fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Segir að það séu margir sem hún vill ekki að mæti í jarðarförina hennar

Fókus
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 09:29

Skjáskot/Shannen Doherty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Shannen Doherty, sem hefur barist hetjulega við krabbamein í tæplega áratug, vill ekki að loddarar mæti í jarðarför sína.

Doherty, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Beverly Hills 90210, greindist með brjóstakrabbamein árið 2015. Árið 2019 greindist hún aftur með krabbamein og ekki löngu síðar hafði meinið dreift sér og var komið í heilann. Í viðtali við People í nóvember í fyrra greindi hún frá því að krabbameinið væri komið í beinin.

Hún stofnaði hlaðvarpið Let‘s Be Clear síðasta haust þar sem hún ræðir um líf sitt, leiklistarferilinn, sambönd og baráttuna við krabbameinið. Þátturinn hefur vakið mikla athygli og hefur margt áhugavert komið fram, eins og í desember í fyrra varpaði hún fram sprengju um umdeilda brottför hennar úr vinsælu þáttunum Charmed á tíunda áratugnum.

„Loksins er tíkin dauð“

Í nýjasta þættinum sagði hún að það myndu margir mæta í jarðarför hennar sem hún vill ekki að mæti.

„Það eru margir sem ég held að muni mæta sem ég vil ekki hafa þarna,“ sagði hún.

„Ég vil ekki þau þarna því ég held að þau séu ekki að mæta af réttum ástæðum. Ég meina, þeim líkar ekki vel við mig en þau hafa sínar ástæður og gott fyrir þau, en þeim líkar ekki það vel við mig til að mæta í jarðarförina mína. En þau munu mæta því það er það „rétta“ í stöðunni og þau vilja ekki líta illa út.“

Leikkonan sagðist vona að játning hennar myndi verða til þess að umrætt fólk myndi ekki finna sig knúið að mæta.

„Ég vil ekki að fólk verði grátandi á almannafæri en á bak við tjöldin segi: „Loksins er tíkin dauð.“

Aðspurð um hverjir væru á listanum sagðist hún ekki vilja nefna nein nöfn en sagði að listinn væri langur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“