fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Fókus

Hera var í matarboði með vinkonum sínum þegar hún tók eftir því að eitthvað hrjáði þær allar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. janúar 2024 11:28

Hera Gísladóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsumarkþjálfinn, athafnakonan og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Heilsumarkþjálfinn, athafnakonan og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir hefur alltaf haft áhuga á heilbrigði en hann jókst til muna eftir að flugfélagið WOW air fór á hausinn, þar sem hún starfaði sem flugfreyja.„Þá var ég svolítið á millikafla, hvað ætla ég að gera næst?“ segir hún.

Hún var stödd í matarboði með vinkonum sínum þegar það rann upp fyrir henni. „Við vorum fimmtán til tuttugu stelpur. Allar svona 27 ára. Við sátum allar á borði og svo byrjaði hringurinn: „Ég er með exem, ég er með magabólgur, ég er með kvíða, ég er með þunglyndi.“ Ég horfði á þær og það var hver og ein að segja eitthvað sem var að hrjá hana. Ég hugsaði, hvað er það? Er þetta eitthvað eitt? Er það maturinn okkar, eða svefninn? Hvað er þetta? Þá byrjaði þessi áhugi að kvikna hjá mér. Ég hef alltaf haft áhuga á heilbrigði en ég hugsaði þarna að ég þyrfti að finna eitthvað sem mig langar að læra sem tekur allar hliðar, svo sá ég þetta auglýst á netinu,“ segir hún um heilsumarkþjálfanámið í Bandaríkjunum.

„Þetta opnar hugann gagnvart því að heilsa er ekki bara eitthvað eitt. Það skiptir í rauninni ekkert máli hvað þú borðar mikið brokkolí ef þú ert síðan í óhamingjusömu sambandi.“

Hera Gísladóttir er gestur vikunnar í Fókus.

En komst hún að því hvað væri að hjá vinkonunum?

„Niðurstaðan er sú að við erum mannleg og það er ekki hægt að fá niðurstöðu. En ég komst að því að jú, til dæmis eins og stress og álag og það sem við sérstaklega, konur, erum að leggja á okkur. Ég var þannig 25 ára, ef ég var ekki í átta vinnum, með barnið og á öllum fótboltaleikjum, þá var ég ekki nógu góð,“ segir Hera og bætir við að hún hafi þurft að læra að slaka á og sýna sér mildi.

„Þá komst ég að því að þetta er stressið, þetta er mataræðið, þetta er svefninn. Þetta er samantektin, maður getur ekki bara verið góður í einhverju einu.“

Hvaða ráð gefurðu þeim sem eru að díla við of mikið stress?

„Eitt í einu. Það er það sem við gleymum, litlu hlutirnir. Þetta er allt þar, taktu bara eitthvað eitt. Hvað geturðu gert?“

Hera ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Heru á Instagram.

Hlustaðu á Stjörnuspeki á Spotify og skoðaðu Orkugreining.is hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig Reykjavík var fyrir 98 árum – Myndband

Sjáðu hvernig Reykjavík var fyrir 98 árum – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lenti í slæmu umtali í bæjarfélaginu – „Með tímanum lærði ég að það er alveg sama hvað þú reynir að þóknast öðrum, það bara virkar ekki þannig“

Lenti í slæmu umtali í bæjarfélaginu – „Með tímanum lærði ég að það er alveg sama hvað þú reynir að þóknast öðrum, það bara virkar ekki þannig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Villi Neto treystir ekki gervigreind

Villi Neto treystir ekki gervigreind
Fókus
Fyrir 6 dögum

Færsla Pálma fjarlægð: „Hótuðu mér öllu illu“

Færsla Pálma fjarlægð: „Hótuðu mér öllu illu“
Hide picture