Hertogaynjan Katrín Middleton er sögð miður sín eftir ágreining þeirra hjóna, Vilhjálms Bretaprins, um framtíð og skólagöngu eldri sonarins, Georgs. Georg er tíu ára gamall og vill faðir hans að Georg fari í Eton menntaskólann, þegar hann verður 13 ára. Katrín vill hins vegar alls ekki að sonur sinn fari í heimavistarskóla eingöngu fyrir drengi.
Sjálf gekk hún í Downe House, heimavistarskóla sem er eingöngu fyrir stúlkur, staðsettur í Berkshire í Englandi. Er Katrín sögð hafa hatað skólavistina og var hún lögð í skelfilegt einelti þar, eitthvað sem hún getur ekki hugsað sér að sonur hennar gæti gengið í gegnum.
Katrín skipti um skóla og fór í Marlborough College, sem er fyrir öll kyn, og það er skólinn sem hún vill að Georg fari í. Eton College er þó staðsettur nær Windsor kastala heimili fjölskyldunnar, en bræðurnir Vilhjálmur og Harry gengu báðir í þann skóla.
„Katrín telur að það að senda Georg í svona þrúgandi gamaldags stofnun gangi gegn allri viðleitni þeirra hjóna til að nútímavæða konungsveldið,“ segir heimildamaður innan konungsfjölskyldunnar. Segir hann hjónin hafi rifist ítrekað um það að senda Georg í Eton. „Katrín hefur lengi rifist við eiginmann sinn um að senda soninn í burtu, þrátt fyrir að það sé löng hefð fyrir því.“ Svo virðist samt sem Vilhjálmur hafi unnið rifrildið og Katrín ætli að láta í minni pokann.
Skólavistin í Eton kostar 59 þúsund pund á ári og sögusagnir um að Georg færi í skólann hófust síðastliðið sumar þegar hann heimsótti skólann í júní ásamt foreldrum sínum.