fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Mun framtíðarheimili Harry og Meghan rísa hér? – Sjáðu lóðina sem hjónin hafa augastað á

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. september 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildir herma að hjónin, Harry og Meghan Markle, ætli að selja heimili sitt í Moncecito í Kaliforníu sem þau keyptu fyrir þremur árum fyrir 14 milljónir dala og flytja nokkrum kílómetrum sunnar á bóginn til Malibu.

Hjónin fóru síðustu helgi og skoðuðu 5 hektara lóð þar með útsýni yfir hafið, lóðin kostar 8 milljón dala og áætlanir eru um að byggja þar 10 milljón dala hús. 

Lóðin sem hjónin hafa augastað á

Hjónin hafa undanfarið varið miklum tíma í Hollywood með vinum sínum þar og ef þau kaupa og flytja til Malibu eru þau komin nær Hollywood, en á núverandi heimili, sem er um 140 kílómetra eða sirka eins og hálfs klukkustundar akstur frá Hollywood.

Núverandi heimili fjölskyldunnar í Montecito

Malibu lóðin er aðeins 70 kílómetrum frá Hollywood, eða í 45 mínútna akstursfjarlægð. Nú þegar er búið að byggja hús þar sem keyrt er inn á lóðina, sem gæti verið varðskýli síðar meir, og sundlaug. Lóðin er fyrir ofan Broad Beach og þjóðveginn um Kyrrahafsströnd og samkvæmt núverandi byggingaáætlun mun aðalbyggingin vera með stórum gluggum og víðáttumiklu útsýni yfir Kyrrahafið.

Húsið sem áformað er að byggja á lóðinni
Hús við hliðið og sundlaug eru tilbúin

Í lýsingu fasteignasölunnar Westside Estate Agency á eigninni segir að um sé að ræða ótrúlegt tækifæri með tilbúnar áætlanir margverðlaunaðs arkitekts og grunnvinna sé þegar hafin. „Óviðjafnanleg eign sem veiti mikið næði og öryggi.“

Sem er akkúrat það sem hjónin hafa hug á, heimili sem er afskekkt og öruggt fyrir fjölskylduna, en samt í nágrenni við Hollywood, þar sem hjónin verja sífellt fleiri stundum. Á föstudag fyrir viku voru hjónin saman á tónleikum Beyoncé í Los Angeles, og á mánudag fór Markle aftur án eiginmannsins, en í fylgd leikarans Tyler Perry, sem er guðfaðir sonar þeirra, leikkonunni Kerry Washington og fyrrum Destiny’s Child söngkonunni Kelly Rowland. Á sunnudag fór Harry á leik Inter Miami og LAFC.

Talið er að hjónin vilji flytja nær Hollywood bæði þar sem þau verja stöðugt meiri tíma þar og eins þar sem þau keppast stöðugt við að hasla sér völl í heimi hinna frægu vestanhafs, þrátt fyrir að margar fyrri tilraunir þeirra til að verða fjárhagslega sjálfstæð hafi floppað, eins og samningar við Spotify og Netflix. Eitthvað samstarf er þó enn við Netflix og í lok ágúst voru þættir Harry, Heart of Invictus, frumsýndir við litlar undirtektir og komust þeir ekki á topp 10 vinsældarlista Netflix hvorki í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Markle hefur staðfest að hún ætli að snúa aftur á Instagram þar sem hún vonast til að geta rekið lífsstílsblogg sambærilegt Goop leikkonunnar Gwyneth Paltrow og einnig hyggst Markle endurvekja vef sinn The Tig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun