Það var yfirnáttúruleg stemning í Sambíóunum Kringlunni í gærkvöldi á sérstakri forsýningu The Nun ll, nýjustu kvikmyndinni í The Conjuring seríunni. Ingvarsson Studios myndaði stemninguna.
Forsýningargestir fengu meira fyrir peninginn en vanalega því í myrkrinu mátti sjá óvættum í nunnubúningum bregða fyrir sem óneitanlega skaut skelk í bringu sumra á svæðinu.
Nemendur Reykjavík Makeup School voru á svæðinu og buðu þeim sem vildu taka þátt í stemningunni upp á hrollvekjandi andlitsförðun á heimsmælikvarða.
Rapparinn Flóni sem er mikill áhugamaður um hryllingsmyndir var að sálfsögðu meðal frumsýningargesta og lét ekki bjóða sér tvisvar að fá að prófa Nunnu-farðann.
The Nun ll er frumsýndum allt land um helgina en fyrri myndin (The Nun) fékk stórkostlega aðsókn hér á landi á frumsýningarhelgi sinni í september 2018 þegar 7119 mans fóru að sjá hana í kvikmyndahúsum.