fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Hrollvekjandi hlutverk Kim samið sérstaklega fyrir hana – Sjáðu stikluna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2023 11:27

Kim og Emma Roberts í hlutverkum sínum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stiklan fyrir tólftu þáttaröð American Horror Story er nýkomin út. Þáttaröðin ber undirtitilinn Delicate og er byggð á bók Danielle Valentine, Delicate Condition. Emma Roberts leikur aðalhlutverkið, en auk hennar eru raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og leikkonan og fyrirsætan Cara Delevingne á meðal leikara.

Í AHS: Delicate leikur Roberts fræga stjörnu sem reynir á örvæntingarfull hátt að verða mamma. Sannfærist hún um að djöfulleg öfl séu að reyna að stöðva meðgöngu hennar.

Hlutverk Kim í AHS: Delicate var samið sérstaklega fyrir hana og í viðtali við Hollywood Reporter segir skapari AHS, Ryan Murphy: „Halley Feiffer hefur skrifað skemmtilegt, stílhreint og ógnvekjandi hlutverk sérstaklega fyrir Kim, og þessi þáttaröð er metnaðarfull og ólíkt öllu sem við höfum gert hingað til.“

Þetta er ekki fyrsta hlutverk Kim, því auk þess að hafa „leikið„ sjálfa sig í raunveruleikaþáttum um Kardashian fjölskylduna, hefur hún komið fram í smærri hlutverkum í Disaster Movie, Temptation: Confessions of a Marriage Counselor

Og talað inn á tvær teiknimyndir um Hvolpasveitina (e. Paw Patrol).

AHS: Delicate verður frumsýnd á Hulu 20. september og í lok október er sérstakur Hrekkjavökuþáttur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni