fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Græðir ekkert á Friends þrátt fyrir að hafa verið í uppáhaldi áhorfenda

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Paul Rudd er einn fjölmargra leikara sem kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttunum Friends. Það kemur kannski á óvart, en Rudd græðir ekkert á hlutverki sínu, fyrir utan upphaflega launagreiðslu, þrátt fyrir að vera í miklu uppáhaldi aðdáenda þáttanna.

Í þáttunum brá Rudd sér í hlutverk Mike Hannigan eiginmanns eins vinanna, Phoebe Buffay (leikin af Lisu Kudrow).  Hannigan var kynntur til sögunnar í níundu þáttaröðinni þar sem hann stígur inn sem varaskeifa á stefnumóti með Phoebe, þar sem Joey (leikinn af Matt LeBlanc) gleymdi að skipuleggja stefnumótið. Mike og Phoebe falla hins vegar fyrir hvort öðru og ástin kviknar.

Mike vill hins vegar ekki gifta sig, þannig að leiðir þeirra skilja allt þar til hann kemur í veg fyrir að Mike David (leikinn af Hank Azaria) biður um hönd Phoebe. Fyrri Mike (leikinn af Paul Rudd) og Phoebe gifta sig síðan á götunni fyrir utan kaffihús vinanna, Central Perk. Síðasta innkoma Rudd í Friends er í þættinum The Last One, Part 1.

Algeng spurning meðal netverja er hvort Rudd fái enn greiðslur vegna þáttanna (e. royalties).

Á blaðamannafundi fyrir kvikmyndina Ant-Man and the Wasp: Quantumania fyrr á þessu ári fékk Rudd fyrrnefnda spurningu. 

„Ég held ég sé ekki að fá slíkar greiðslur, “ svaraði hann.

„Kemur það fólki við? Er þetta ekki spurning um persónuleg fjármál hans?“ sagði leikarinn Jonathan Majors sem sat fyrir svörum með Rudd vegna kviknyndarinnar. 

„Ég held ég hafi ekki fengið slíka greiðslu,“ ítrekaði Rudd. 

Þrátt fyrir að Friends hlutverkið skili ekki reglulegum greiðslum í kassann þá þarf Rudd ekki að kvarta yfir innistæðunni á bankareikningum. Samkvæmt Celebrity Net Worth þá er hann talinn með nettóandvirði upp á 70 milljónir dala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 4 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“