fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Steve Harwell í Smash Mouth látinn – 56 ára að aldri

Fókus
Mánudaginn 4. september 2023 17:02

Steve Harwell Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Harwell, söngvari hljómsveitarinn Smash Mouth, er látinn aðeins 56 ára að aldri. Harwell hafði glímt við margskonar veikindi undanfarin ár en sá skæðasti var alkóhólismi. Hann lést á sjúkrastofnun í Idaho, umkringdur ástvinum sínum, en unnusta hans, Annette Jones, hafði annast hann undanfarið.

Hljómsveitin Smash Mouth var stofnuð árið 1994 en sló í gegn á heimsvísu með laginu „All Star“ sem var titillag kvikmyndarinnar um græna tröllið Shrek. Þá naut ábreiða hljómsveitarinnar af laginu „I´m a believer“ í sömu mynd einnig gríðarlegra vinsælda.

Hljómsveitin seldi alls um 10 milljónir platna en Harwell yfirgaf sveitina endanlega árið 2021 útaf veikindum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?