fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

„Því oftar sem þú gerir þetta því meira ertu að brjóta á sjálfum þér“

Fókus
Laugardaginn 30. september 2023 20:30

Edda Lovísa Björgvinsdóttir-Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Lovísa Björgvinsdóttir er nýjasti gestur hlaðvarpsins Götustrákar sem er í umsjón Aron Mímis Gylfasonar og Bjarka Viðarssonar.

Edda vakti athygli nýlega athygli eftir að greint var frá því í fjölmiðlum að hún væri hætt að framleiða efni til birtingar á vefsvæðinu Only Fans. Only Fans er einkum nýtt til birtingar á myndefni af kynferðislegum toga sem fólk, sem framleiðir efnið, selur til áskrifenda sinna.

Í kynningarstiklu fyrir þáttinn þar sem Götustrákar ræða við Eddu Lovísu er einkum rætt um tíma hennar á Only Fans.

Í upphafi stiklunnar staðfestir Edda Lovísa að hún eigi kærasta og segir að þau séu búin að vera saman í eitt og hálft ár.

Götustrákar spyrja hana þá hvað kærastanum hafi fundist um að hún væri virk á Only Fans en hún hefur verið það undanfarin þrjú ár þangað til að hún hætti nýlega:

„Ég er búinn að eiga þrjá kærasta þennan tíma. Ég byrja á Only Fans þegar ég er búinn að vera með hinum kærastanum mínum í þrjá til fjóra mánuði. Honum fannst það ekki skemmtilegt.“

Edda Lovísa segir að þegar hún byrjaði á Only Fans hafi Covid-faraldurinn staðið sem hæst og hún hafi spurt þáverandi kærastann hvort hún ætti þá að fara út af heimili þeirra til vinnu og deyja þá. Hann hafi þá samþykkt að hún væri áfram á Only Fans en bara ef þau myndu framleiða efni í sameiningu. Þegar hún benti honum á að það væri mikil eftirspurn eftir kynferðislegu efni með tveimur konum saman hafi hann samþykkt að Edda Lovísa tæki þátt í slíku. Þau hafi síðan á endanum hætt saman. Ástin hafi hins vegar bankað upp á hjá henni að nýju:

„Svo líður tíminn og ég byrja með öðrum gæja. Hann er búinn að vera besti vinur minn í sex ár á þessum tíma.“

Sambandið hafi þess vegna gengið vel en Edda Lovísa útskýrir ekki í stiklunni hvers vegna það samband endaði.

Fannst spennandi að hún væri á Only Fans

Þriðja og núverandi kærasta hennar, Andra, hafi hins vegar fundist spennandi að hún væri á Only Fans. Hann hafi ekki gerst áskrifandi hjá henni en fylgt henni á Instagram og sagt við hana þegar þau voru fyrst byrjuð saman:

„Það er búið vera draumur minn geðveikt lengi að búa til klám.“

Edda Lovísa segist hafa orðið mjög ánægð að heyra þetta:

„Honum fannst það geðveikt skemmtilegt og spennandi að búa til klám.“

Bjarki þekkir greinilega til Andra og hann og Edda Lovísa eru sammála um að Andri sé „algjör kóngur.“

Hann spyr Eddu Lovísu næst hvernig þetta hafi byrjað að hún hafi orðið virk á Only Fans. Hvort að hún hafi byrjað á því að taka ljósmyndir í djarfari kantinum af sjálfri sér.

Edda Lovísa játar því að hún hafi gert það áður en hún ákvað að stíga skrefið yfir á Only Fans:

„Only Fans var ekki klám í byrjun. Only Fans var bara myndir.“

Hún segist hafa áður birt eilítíð djarfar ljósmyndir sem voru læstar á Instagram og það hafi því ekki verið mikið mál fyrir hana að birta myndir í þeim dúr á Only Fans. Sömuleiðis hafi hún átt vinkonur sem þegar hafi verið á Only Fans og kynnt hana fyrir því hvernig síðan virkaði.

„Þá voru þetta bara myndir og síðan þróaðist þetta rólega yfir í klám.“

Edda Lovísa segist þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún yrði að fylgja eftirspurn markaðarins og þess vegna farið út í framleiðslu á klámi. Hefði hún hins vegar staðið fyrir slíku vali þegar hún byrjaði á Only Fans þá segir Edda Lovísa að hún hefði ekki farið þá leið.

Segist í raun hafa verið að nauðga sjálfri sér

Edda Lovísa hefur sagt að ein helsta ástæðan fyrir því að hún hafi ákveðið að hætta á Only Fans sé sú að farið hafi verið yfir hennar mörk. Aron spyr hana í stiklunni hvernig það hafi lýst sér:

„Þegar maður er að taka sig upp að ríða og er ekki í stuði til að stunda kynlíf en þarf að gera það þá er það náttúrulega að fara yfir mörk í sjálfu sér.“

„Grófasta leiðin til að útskýra þetta er að þá var ég að nauðga sjálfri mér, „basically“. Það er mjög grimmt að segja það en „that´s what it is“.“

Edda Lovísa segir að þannig hafi hún helst farið yfir sín eigin mörk en það hafi líka gerst með þeim hætti að hún hafi látið sig hafa það að á myndböndunum, sem hún tók upp fyrir Only Fans, myndi hún vera í ákveðnum kynlífsstellingum sem henni líkaði ekki við en litu vel út á myndbandi. Það sé annað dæmi um að fara yfir mörk. Hún hafi gert ýmislegt sem hún vildi ekki gera af því það leit vel út á myndböndunum sem hún var að selja í gegnum Only Fans. Hún vilji þó ekki gera of mikið úr þessu:

„Þegar ég segi þetta svona þá hljómar það geðveikt dramatískt en það var það aldrei.“

Hún hafi látið sig hafa það að gera myndbönd sem hún hafi í raun ekki viljað gera og það hafi smám saman farið að taka meira á hana:

„Hægt og rólega, því oftar sem þú gerir þetta því meira ertu að brjóta á sjálfum þér.“

Edda Lovísa segist loks hafa spurt sjálfa sig að því fyir hvern hún væri að gera myndbönd því hún hefði ekki lengur verið að gera þau fyrir sjálfa sig eins og í upphafi. Þá hafi verið tímabært að hætta. Henni hafi á þessum tímapunkti liðið svo illa að hún hafi orðið andlega og líkamlega veik eftir að tökum á hverju myndbandi lauk. Það sama hafi átt við kærastan hennar sem var að gera myndböndin með henni. Þau hafi þá bæði sagt hvort við annað:

„Ég get þetta ekki lengur.“

Kynningarstikluna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“