fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fókus

Þórhildur komin í annað samband – Segir að hann og eiginmaðurinn nái vel saman

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 10:00

Þórhildur og eiginmaður hennar. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Magnúsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar hún greindi frá því að hún og eiginmaður hennar væru í opnu sambandi.

video

play-rounded-fill play-rounded-outline play-sharp-fill play-sharp-outline
pause-sharp-outline pause-sharp-fill pause-rounded-outline pause-rounded-fill
00:00
02:34

Þórhildur hefur umsjón með vinsælu Instagram-síðunni Sundur og saman. Hún er verkfræðingur að mennt, lærði einnig jógakennarann en í dag eiga sambönd allan hug hennar. Hún býður bæði einstaklingum og pörum upp á námskeið til að hjálpa fólki að skapa heilbrigt og fallegt samband.

Hún og eiginmaður hennar kynntust árið 2007 þegar þau voru sautján ára gömul og eiga saman tvö börn. Þau opnuðu sambandið fyrir rúmlega sex árum síðan og sjá alls ekki eftir þeirri ákvörðun.

Sjá einnig: „Eftir langar umræður við eiginmann minn ákváðum við að opna sambandið“

Allir ná vel saman

Þórhildur greinir frá því í Fókus, sjallþætti DV, að hún sé í öðru sambandi.

„Ég er með samband sem ég er í núna, sem er frekar nýtt. Hann býr ekki á Íslandi þannig við hittumst ekki oft, meira fjarsamband,“ segir hún.

Þórhildur Magnúsdóttir er nýjasti gestur Fókuss.

Þórhildur segist ekki hafa fundið fyrir þörfinni að kalla hann kærastann sinn hingað til. Aðspurð hvort nýi makinn hafi hitt eiginmanninn svarar hún játandi. Þau hittast stundum þrjú og fara til dæmis út að borða saman.

Hún ræðir þetta nánar í spilaranum ofar í greininni og segir einnig frá sambandsslitum sem hún gekk í gegnum síðasta vetur og stuðningnum frá eiginmanninum.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.

Fylgstu með Þórhildi á Instagram og skoðaðu námskeiðin sem hún býður upp á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí
Hide picture