Poppstjarnan Britney Spears olli aðdáendum verulegum áhyggjum fyrr í vikunni þegar hún birti myndband af sér dansa, haldandi á tveimur stórum hnífum.
„Byrjaði að leika mér með hnífa í eldhúsinu í dag,“ skrifaði hún með myndbandinu sem vakti gríðarlega athygli, svo mikla að söngkonan fann sig knúna til að breyta textanum við færsluna og bætti við að þetta væru ekki alvöru hnífar.
„Hrekkjavakan er handan við hornið,“ sagði hún.
View this post on Instagram
Hnífadansinn var tveimur dögum eftir að söngkonan birti annað umtalað myndband. Í því var hún í bleikum undirfötum og dansaði djarfan súludans.
View this post on Instagram