fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Tíðablóð hlaupadrottningar vakti hneykslun netverja

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um mynd sem tekin var af þríþrautakonunni Emma Pallant-Browne í miðju skokki. Sendir Ragga skilaboð til netverja sem sá ástæðu til að hneykslast yfir eðlilegum líkamsvessa kvenna.

Þríþrautakonan Emma Pallant-Browne, 34 ára, var mynduð í miðju skokki með ogguponsu blóðblett í klofinu.
Hér eru alveg flúnkunýjar upplýsingar til fáfróða fordómapésans sem fór á felguna við þessa sýn og skildi eftir þessa skítlegu athugasemd um að það hefði þurft að kroppa þetta út af myndinni.
Konum blæðir út um leggöng um það bil einu sinni í mánuði.
Sjokkerandi staðreynd !!!
Þær stýra ekki á hvaða degi það gerist.
Stundum gerist það í miðri keppni.
Óheppilegt… en það er bara lífið.

Ragga segir að Pallant-Browne hafi ekki haft blæðingar á yngri árum vegna ofþjálfunar og orkuskorts, en hún endurheimti tíðahring sinn með heilbrigðari nálgun á mat og æfingar.

Síðan þá væri stundum foss í klofinu og túrtappi, álfabikar eða túrbrækur ekki nóg til að halda aftur af flæðinu.
Emma fagnaði þess vegna í hvert skipti sem blæðingar mættu á svæðið, því það væri merki um að hormónabúskapurinn væri hamingjusamur.
Engin kona á að þurfa að skammast sín fyrir að vera heilbrigð og mannleg á blæðingum.
Einhver sem smánar konu fyrir að það glitti í blóðblett milli læranna á almannafæri þarf virkilega á öflugra félagslífi og betri tilfinningastjórnun að halda.
Hann þarf líka að skila skoðunum sínum til ársins 1920.

Myndin af Pallant-Browne var tekin 6. maí þegar hún hljóp á Ibiza í PTO European Open og var myndin ein af fjölmörgum sem teknar voru af keppendum hlaupsins og deilt af Professional Triathletes sambandinu 19. Maí. Sjálf deildi hún svo myndinni á eigin Instagram-síðu þar sem hún er með rúmlega 58 þúsund fylgjendur, en þeir voru um 46 þúsund í maí. Myndin virðist því ekki hafa fælt fylgjendur frá heldur þvert á móti.

Miðjan júlí kom síðan út myndband þar sem Pallant-Browne deilir ráðum um hvernig á að þjálfa sig fyrir hlaup þegar blæðingar eru, mataræði og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set