fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Fókus
Þriðjudaginn 26. september 2023 20:00

Enok Vatnar Jónsson. Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enok Vatnar Jónsson, sjó- og iðnaðarmaður, sem er líklega þekktastur fyrir að vera kærasti Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds, markaðsstjóra og erfingja World-Class veldisins og fyrrverandi eiganda skemmtistaðarins Bankastræti Club, er nýjasti gestur hlaðvarpsins Götustrákar. Hann og Birgitta eiga von á barni.

Í kynningarstiklu fyrir þáttinn sem aðgengileg er á Youtube-síðu hlaðvarpsveitunnar Brotkast er farið yfir víðan völl. Þar segir Enok meðal annars frá fyrstu kynnum hans og Birgittu og alvarlegri hnífstunguárás sem hann varð fyrir og ber ör eftir.

Stjórnendur þáttarins, Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason, spyrja meðal annars Enok hvort að þernur muni starfa á heimili hans og Birgittu. Enok bað þá um nánari útskýringu á orðinu. Bjarki skýrði orðið þannig:

„Þerna er svona stelpa sem þú ræður inn sem sér svona um heimilið.“

Enok svaraði þá:

„Já, bara ljósmóðir eða?“

Bjarki leiðrétti fljótt þann misskilning og sagði þá:

„Nei, svona þjónn.“

Enok neitaði því þá að það stæði til að ráða manneskju sem myndi sinna slíku starfi inn á heimilið.

Vék skömmu síðar sögunni að fyrstu kynnum Enok og Birgittu:

„Ég var alltaf á klúbbnum á djamminu ( Bankastræti Club, innsk. DV) með litla genginu að gera allt brjálað. Við vorum að graffa (veggjakrot, innsk. DV) inni á staðnum hennar, brjótandi hitt og þetta. Já, gera allt brjálað. Þannig að hún vissi alltaf hverjir við vorum. Við fengum alltaf að komast inn út af því að vinur minn var með 150.000 króna úlpu sem var stolið niðri. Við notuðum það alltaf á hana og komumst alltaf inn og vorum með einhverja kóngastæla.“

Smullu saman í afmælisveislu

Enok segir að eftir að Covid faraldurinn skall á hafi hann haldið upp á afmælið sitt á Bankastræti Club en hann gerir þó ekki grein fyrir tímasetningum og hvort að afmælisveislan hafi verið haldin þegar slakað var á samkomutakmörkunum. Hann segist hafa boðið Birgittu í afmælið og hún hafi mætt eftir ítrekaða beiðni hans:

„Þá kemur hún og það tekur ekki nema fimm mínútur að tala við hvort annað, þá bara búmm. Það var ekki aftur snúið eftir það.“

Enok neitar því hins vegar að hann hafi alltaf haft í hyggju að stofna til sambands við Birgittu.

Hann var þá spurður hvort hann væri ekki spenntur að verða faðir:

„Já, ertu ekki að djóka í mér?“

Ber ör eftir hnífstunguárás

Enok er einnig spurður í stiklunni hvort hann myndi frekar vilja fara í „rassaferð“ (smygla fíkniefnum, innsk. DV) til Frankfurt eða taka þátt í „hóphnífastunguárás“. Enok segist ekki mæla með því að vera stunginn og játaði því aðspurður að hafa verið stunginn með hníf og sýndi tvö stór ör á bringunni og eitt á öðrum handleggnum. Hann sagði að örin væru öll eftir eina og sömu árásina.

Enok segist hafa verið í áramótapartýi þegar árásin átti sér stað:

„Þar er einhver pillufíkill inni á klósetti að fá sér dóp. Við erum að reyna að halda „respectful“ partý. Gæinn er bara læstur inni á klósetti allan tímann og stelpur eru að reyna að pissa og eitthvað. Það er verið að banka á hurðina og hann er með einhverja stæla. Ég segi við gæjann sem er að halda þetta partý: hentu honum út. Við nennum ekki að hafa svona fólk hérna.“

„Hann fer að henda honum út. Þá byrja einhverjir stælar og þeir fara að slást. Hann ýtir honum upp að vegg og gæinn kemur bara að honum með hníf og byrjar að stinga hann í bakið. Þá þarf maður að gera eitthvað í málunum.“

Enok segist hafa verið nýbúinn að blanda saman appelsínusafa og vodka handa sjálfum sér í plastglas og notað það gegn pillufíklinum með hnífinn.

„Ég kem á hliðina og slæ hann í andlitið með drykknum. Ég ætlaði að blinda hann en þá hefði ég átt að skvetta honum.“

Hann segir að hnífamaðurinn hafi þess vegna ekki blindast heldur hafi drykkurinn lekið niður vangann á honum. Enok segist hafa stokkið á manninn og dregið hettuna á úlpunni hans yfir augu hans. Síðan hafi hann ýtt honum upp að vegg en ekki gert sér grein fyrir því, á þeim tímapunkti, að maðurinn væri með hníf. Hann hafi loks náð hálstaki á manninum:

„Þá er stór blóðpollur fyrir framan mig sem ég hélt að væri úr nefinu á honum.“

„Þá eru allir strákarnir mínir mættir og ætla að fara að stappa á honum. Ég segi: strákar, hættið. Leyfið honum að fara. Ég stend upp og er í svartri skyrtu og þá segir einhver „oh, my god“. Þá er skyrtan rifin og bara brjóstvöðvinn kominn út úr henni.“

Enok segir að á meðan hann hafi haldið manninum í hálstaki og sagt öllum viðstödddum að láta hann í friði hafi maðurinn nýtt sér tækifærið og stungið hann. Hann bauðst til að sýna Bjarka og Aroni myndband af árásinni sem þeir voru alveg til í að sjá.

Stikluna í heild má sjá hér fyrir neðan:

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“