Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100 og Stefán Jakobsson tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar DIMMU giftu sig í dag í Mývatnssveit.
Bergsveinn Arilíusson, Beggi í Sóldögg, gaf hjónin saman.
Bralli og Bulli eru gælunöfnin sem þau gáfu hvort öðru, parið hefur verið vinir lengi, en þau byrjuðu saman í fyrra og opinberuðu samband sitt í ferð til Berlínar í Þýskalandi.
„Bralli og Bulli í Berlín. Bestu vinir, geggjað skotin, yfir sig ástfangin og æðislega hamingjusöm með hvort annað,“ skrifaði Kristín Sif á Instagram þá. Stebbi bað svo sinnar heittelskuðu 3. desember.
Sjá einnig: Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt
Sjá einnig: Stefán Jak og Kristín Sif trúlofuð – „Þúsund sinnum já var svarið“
Gestir hafa fjölmennt í Mývatnssveitina í gær og í dag til að fagna með parinu. Á meðal gesta eru hljómsveitarfélagar Stebba í DIMMU, þeir Egill Örn Rafnsson, Ingólfur Geirdal og Silli Geirdal, og eiginkona Silla, Ólöf Erla Einarsdóttir, hönnuður og eigandi SVART. Fyrrum trommari DIMMU, Birgir Jónsson, forstjóri PLAY og eiginkona hans, Lísa Ólafsdóttir, eigandi Madison ilmhús, söngkonurnar Erna Hrönn Ólafsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir, og Haukur Henriksen, verkefnastjóri RIGG viðburða, eru mætt ásamt mökum, og ljósmyndarinn Mummi Lú sem sér um að festa athöfnina og veisluna á filmu.
Myllumerkið #bulliogbralli er notað fyrir myndir á samfélagsmiðlum.
Gleðin hófst í gær og á Instagram mátti sjá að Kristín Sif er orðin vinnukonufær á gítarinn og tók hún lagið. „Hvað leggur maður ekki á sig þegar maður giftist tónlistarmanni?“
Á meðal þeirra sem skemmtu í veislunni voru Erna Hrönn Ólafsdóttir og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, og DIMMA tók síðan lagið og mátaði Birgir sig aftur við trommusettið. Guðrún Árný Karlsdóttir tók síðan lagið Andvaka með DIMMU drengjum, en útgáfa þeirra af laginu, sem Guðrún Árný söng í Söngvakeppninni árið 2006, hefur slegið í gegn.
Blómahönnuðirnir Blómdís og Jóndís sáu um brúðarvöndinn og hárkrans. Skreytingaþjónustan sá um skreytingar í salnum, Flóra og co og Partybúðin sáu einnig um skraut í veislunni og Matarkompaní sá um geggjaðan mat.