fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Simmi Vill og Hugi koma Birgittu Líf og Enok til varnar – „Er ekki hluti af þessu fólki öfundsjúkt?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. september 2023 12:52

Birgitta Líf, Enok, Simmi Vill og Hugi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, og fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson koma parinu Birgittu Líf Björnsdóttur og Enok Jónssyni til varnar eftir hneykslunarstorminn í vikunni í kjölfarið af umdeildri kynjaveislu parsins. Segja félagarnir að málið hafi verið stormur í vatnsglasi og gefa lítið fyrir gagnrýnisraddirnar.

Birgitta Líf, áhrifavaldur og markaðsstjóri, og Enok, sjó- og iðnaðarmaður, eiga von á sínu fyrsta barni og vakti kynjaveisla þeirra mikla athygli. Þyrla dreifði bláum reyk á meðan hún var í hengiflugi yfir sjóinn fyrir framan Skuggahverfið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Birgitta Líf er búsett. Athæfið var gagnrýnt á samfélagsmiðlum og veltu margir fyrir sér kostnaði og umhverfisáhrifum flugferðarinnar.

Sjá einnig: Birgitta Líf og Enok gagnrýnd fyrir að tilkynna kyn barnsins með þyrlu – „Vá hvað þetta er firrt hegðun“

Skilja ekkert í gagnrýninni

Simmi Vill og Hugi halda úti vinsæla hlaðvarpinu 70 mínútur. Í nýjasta þættinum ræddu þeir um kynjaveislu Birgittu Lífar og Enoks og sögðu þeir hana hafa verið „frétt vikunnar.“

„Þetta var bara smá gufureykur eins og er notaður í bíómyndum, bara ekki neitt neitt. Hvað voðalega nennir fólk að gera vesen,“ sagði Hugi.

„Ef ég væri að fara að eignast barn núna, þá myndi ég gera eitthvað svona,“ sagði Simmi og Hugi tók undir: „Allan daginn.“

„Hann sló á allan vafa“

Simmi og Hugi sögðust hafa verið ánægðir með Andra Jóhannesson þyrluflugmann sem steig fram og blés á athugasemdir um kostnað og umhverfisspillandi áhrif flugferðarinnar.

„Hann sló á allan vafa. Það var búið að ræða þetta á Twitter og hrauna [yfir þau],“ sagði Simmi og spurði síðan:

„Er ekki hluti af þessu fólki öfundsjúkt?“

„Jú. Veistu það, af hverju má Birgitta Líf ekki bara nota þyrlu til að láta ástvini og fjölskyldu vita um kyn barnsins. Af hverju erum við að pæla í því? Tökum bara hausinn út úr rassgatinu. Auðvitað verður hún síðan að taka sprellinu, að einhverjum finnst þetta ekki töff. Þetta er two way street, þú verður að átta þig á að þú ert Birgitta Líf. Þú ert ekki bara Sigga í penthouse-inu. Þú ert Birgitta Líf, fólk mun hafa skoðun á þessu,“ sagði Hugi.

„Að fólk nenni þessu“

Þeir hrósuðu Birgittu Líf fyrir viðbrögð hennar. Hún tjáði sig ekki um málið en sló á létta strengi og gerði grín að málinu.

Sjá einnig: Birgitta Líf slær á létta strengi

Flugferðin var sérstaklega umdeild af netverjum sem sökuðu framtíðarforeldrana um að vera óumhverfisvæn. Hugi benti á að það væri hægt að gagnrýna fleiri viðburði á þennan hátt.

„Að fólk nenni [að taka umhverfisvinkilinn]. Eigum við að tala um hvað voru margir gestir í brúðkaupinu? Og hverjir voru á bíl og hvaðan? Það er nú litla ruglið að halda svona veislu, af hverju var þetta ekki bara á Teams?“ sagði Hugi og bætti við:

„Fólk er bara að reyna að hafa gaman, lifa lífinu.“

„Aðalatriðið er að vonandi heilsast Birigttu Líf og barninu vel,“ sagði Simmi að lokum.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram