fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stórstjarnan seldi útgáfurétt sinn fyrir metfjárhæð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. september 2023 17:00

Katy Perry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Katy Perry hefur selt útgáfurétt allrar tónlistar sinnar fyrir 225 milljónir dala til Litmus Music. Fyrirtækið sendi fréttatilkynningu út á mánudaginn og sagði þar að samningurinn næði meðal annars til fimm platna sem Perry gaf út á árunum 2008 til 2020 á vegum Capitol Records. Plöturnar One Of The Boys, Teenage Dream, PRISM, Witness, og Smile urðu allar metsöluplötur. 

„Katy Perry er skapandi einstaklingur sem hefur haft mikil áhrif á tónlist, sjónvarp, kvikmyndir og góðgerðarmál. Mér er það mikill heiður að vera í samstarfi við hana aftur og hjálpa Litmus að stjórna ótrúlegri tónlistarskrá hennar,“ segir Dan McCarroll annar stofnenda og aðalsköpunarstjóri Litmus Music. 

Samningurinn á upphaf sitt að rekja til fyrra samstarfs og samskipta Perry og McCarroll allt til ársins 2010 þegar hann varð forstjóri Capitol Records. Samningurinn er hæsta fjárhæð sem listamaður hefur fengið fyrir verk sín á þessu ári og í samningnum felst að Litmus Music mun innheimta allar framtíðarþóknanir sem tónlist Perry skilar inn.

Forstjóri Litmus Music og annar stofnandi fyrirtækisins Hank Forsyth hrósaði Perry fyrir framlag hennar til alþjóðlegs menningarefnis í gegnum tónlist hennar.

Lag Perry Roar sem kom út árið 2013 er enn áratug eftir útgáfu með eitt mesta áhorfa allra myndbanda á YouTube og hefur rakað inn yfir  3,8 milljörðum áhorfa, auk yfir milljarði hlustana  á Spotify.

„Við erum svo þakklát fyrir að vera aftur að vinna saman með svo traustum samstarfsaðila sem skín í öllu sem hún gerir. Lög Katy eru ómissandi hluti af alþjóðlegu menningarefni,“ segir Forsyth í fréttatilkynningunni.

Litmus Music var stofnað árið 2022 og hefur áður keypt útgáfuréttindi Keith Urban og safn laga frá lagahöfundinum og framleiðandanum Benny Blanco.

Síðustu ár hafa fjölmargir tónlistarmenn selt réttinn á tónlist sinni og má þar nefna Shakira, Bob Dylan, Neil Young og Justin Timberlake, sem hafa afsalað sér framtíðar höfundarréttargreiðslum fyrir margar milljónir dollara. Hérlendis varð frægt þegar Bubbi Morthens seldi útgáfurétt sitt til Sjóvá fyrir tilstilli Glitnis. Bubbi hélt þó höfundarétt að tónlist sinni, en fékk útgáfurétt síðar til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“