fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hittumst með leynd á bílastæðum – „Ekki eins subbulegt og það hljómar“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. september 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Umboðsmaðurinn minn var alltaf að ítreka við mig að við ættum að hafa þetta með leynd. Þannig að við hittumst alltaf á bílastæðum og þetta var ekki eins subbulegt og það hljómar,“ segir Victoria Beckham í stiklu fyrir heimildarmyndina Beckham sem kemur á Netflix 4. október. „Mjög smekklegt,“ segir eiginmaður hennar David.

Þáttaröðin er í fjórum þáttum og fjallar meðal annars um samband Beckham hjónanna sem óhætt er að segja að séu ein af þekktustu hjónum heimsbyggðarinnar. Þáttaröðin fjallar einnig um uppvöxt David og farsælan íþróttaferil hans, en hann varð eitt þekktasta nafn knattspyrnuheimsins.

Hjónin hittust eftir einn af leikjum David með Manchester United árið 1997. „Við töluðum saman í um klukkutíma í leikmannaherberginu, en hún hafði tekið lestina á leikinn,“ rifjaði David upp í viðtali í The Tonight Show í febrúar árið 2020. „Svo skrifaði hún símanúmerið sitt á lestarmiðann sinn, sem ég á enn þá.“

Victoria deildi einnig þeirra fyrstu kynnum í bréfi sem hún skrifaði til sjálfrar sín í breska Vogue árið 2016. „Á meðan hinir fótboltamennirnir stóðu á barnum og drukku með félögum sínum sástu David standa til hliðar með fjölskyldu sinni. (Hann var ekki einu sinni í aðalliðinu á þessum tíma, þú varst sú fræga. Og hann var með svo sætt bros. Þú ert líka náin fjölskyldu þinni og þú hugsaðir um hversu lík þið væruð. Hann bað um númerið þitt. (Hann á ennþá miðann frá London til Manchester sem þú skrifaðir númerið á.)“

Ári eftir fyrstu kynni tilkynnti parið um trúlofun sína, Victoria var þá orðin ófrísk að þeirra fyrsta barni. Parið gifti sig í júlí árið 1998 og sonurinn Brooklyn fæddist fjórum mánuðum síðar.

Eftir 25 ára hjónaband eru hjónin enn ástfangin og nota hvert tækifæri til að lýsa yfir hrifningu sinni á hvort öðru. Á föstudag greindi David miðlinum Sun frá því að hann væri kominn með húðflúr til heiðurs Victoriu og farsælum ferli hennar með Spice Girls.

„Ég er nýbúinn að láta gera „Posh“ á hendina.“ En fyrir mánuði síðan fékk 18 ára sonur þeirra, Cruz, sér einnig „Posh“ húðflúr.

Auk Brooklyn og Cruz eiga hjónin soninn Romeo, 20 ára, og dótturina Harper, 12 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram