Birgitta Líf, 30 ára, og Enok, 21 árs, eiga von á sínu fyrsta barni og héldu kynjaveislu á sunnudaginn, þar sem kyn ófædda barnsins var opinberað með stæl. Þyrla dreifði bláum reyk á meðan hún var í hengiflugi yfir sjóinn fyrir framan Skuggahverfið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Birgitta Líf er búsett.
Athæfið var gagnrýnt á samfélagsmiðlum og veltu margir fyrir sér kostnaði og umhverfisáhrifum flugferðarinnar.
Sjá einnig: Birgitta Líf og Enok gagnrýnd fyrir að tilkynna kyn barnsins með þyrlu – „Vá hvað þetta er firrt hegðun“
Birgitta Líf hefur ekki tjáð sig um gagnrýnina en sló á létta strengi á Instagram í gær.
Fleiri hafa gert grín að málinu.
Mér finnst oft gaman að gera smá viðburð úr hlutunum. Var að sýna krökkunum hvað verður í matinn í kvöld pic.twitter.com/kBlQwJkpPt
— Árni Helgason (@arnih) September 18, 2023
Á meðan sumir gagnrýndu athæfið komu aðrir parinu til varnar. „Af hverju er ekki hægt að gleðjast fólki sem er að fara að eignast barn saman?“ sagði einn netverji.
Andri Jóhannesson, þyrluflugmaður, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að þetta hafi örugglega verið ódýrasta þyrluflug sem hann hefur flogið og að hann hafi verið rúmlega sjö mínútur í loftinu, þar af fóru 40 sekúndur í hengiflugið yfir sjóinn þegar bláa reyknum var sleppt til að tilkynna að Birgitta Líf ætti von á dreng.
Hann tók það einnig fram að reykurinn væri ekki umhverfisspillandi heldur um væri að ræða eins konar gufu eins og er notuð í tæknibrellum í bíómyndum.
Sjá einnig: Blæs á athugasemdir um kostnað og umhverfisspillandi áhrif umtöluðustu flugferðar helgarinnar