fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

„Kominn tími til að þessi listgrein standi jafnfætis öðrum listgreinum í landinu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2023 08:39

Þórunn Sigurðardóttir Mynd: Bifröst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Sigurðardóttir, einn reyndasti menningarstjórnandi landsins, er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta hlaðvarpsþætti hans Einmitt.  Þórunn er formaður undirbúningsnefndar um stofnun Þjóðaróperu en nokkur styr hefur staðið um þau áform síðustu vikur. Áformin hafa verið sögð til höfuðs Íslensku óperunni en Þórunn vill bera klæði á þau vopn og fer yfir umræðuna um Þjóðaróperu sem nær aftur til ársins 1957 og fram til dagsins í dag. Hún segir löngu vera kominn tíma á það að sönglistin búi við sömu kjör og aðrar listgreinar í landinu.

Vinna úr mikilli forvinnu og samtölum við greinina

“Við erum að vinna úr gögnum sem unnin hafa verið síðustu misseri af ýmsum rýnihópum og úr samtölum við hagsmunafélög listamanna þar með talið Bandalaga íslenskra listamanna (BÍL) og Klassís,” segir Þórunn. 

“Okkar verkefni er að undirbúa þetta þannig að fyrsti óperustjóri Þjóðaróperu hafi tækifæri til að vinna að sinni sýn. Þannig sé það ekki verkefni nefndarinnar að binda hendur stjórnandans til framtíðar. Við erum að skoða formið og reksturinn víða um Evrópu og hvernig fjármunir eru best nýttir fyrir listina.” 

Samtal um Þjóðaróperu nær aftur til ársins 1957

Þórunn fer yfir þetta nýja verkefni hennar, aðdraganda og forsendur þess að hún tók verkefnið að sér í samtali þeirra Einars en hugmyndir um Þjóðaróperu má rekja allt aftur til ársins 1957 þegar Ragnhildur Helgadóttir þingkona og síðar ráðherra vakti fyrst máls á stofnun slíkrar Óperu. Svo aftur árið 1978 þegar Ragnar Arnalds, þáverandi menntamálaráðherra, sagði að engin stétt listflytjenda væri jafn óafskipt og söngvarar.

Kominn tími til að sönglistin standi jafnfætis öðrum greinum

Það er kominn tími til að þessi listgrein standi jafnfætis öðrum listgreinum í landinu eins og Þjóðleikhúsið, eins og Sinfónían og Dansflokkurinn. Sá tími er kominn og Lilja er tilbúin að berjast fyrir þessu,” segir Þórunn sem segist ekki eiga óvini í þessum geira og segist treysta því að stjórnendur Íslensku Óperunnar og undirbúningsnefndin muni ná saman fyrr eða síðar.

Hægt er að hlusta á samtal Þórunnar og Einars í nýjasta þættinum af Einmitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“