fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Blæs á athugasemdir um kostnað og umhverfisspillandi áhrif umtöluðustu flugferðar helgarinnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2023 15:00

Andri og parið Birgitta Líf og Enok Myndir: Facebook og Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynjaveisla Birgittu Lífar Björnsdóttur og Enoks Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli, umtal og gagnrýni í dag.

Parið Birgitta Líf, markaðsstjóri World Class og Enok, sjómaður og iðnaðarmaður, eiga von á sínu fyrsta barni og í gær héldu þau kynjaveislu, þar sem kyn ófædda barnsins var opinberað. Í stað hefðbundinna slíkra veislna þar sem blaðra er sprengd eða kaka skorin tók parið tilkynninguna á hærra stig og leigði þyrlu sem flaug framhjá blokkum Skuggahverfisins í Reykjavík þar sem parið býr. Þyrlan dreifði síðan bláum reyk á meðan hún flaug yfir sjónum. 

Sjá einnig: Birgitta Líf og Enok gagnrýnd fyrir að tilkynna kyn barnsins með þyrlu – „Vá hvað þetta er firrt hegðun“

Í frétt Mbl.is kemur fram að miðillinn hafi kannað hvað slíkt flug kosti og fengið þau svör að klukku­tím­inn kost­i yf­ir­leitt á bil­inu 350 til 450 þúsund krón­ur. Þyrl­an hafi flogið í alls sjö mín­út­ur og þar af var hún í eina mín­útu yfir sjón­um. Samkvæmt því ætti flugið að hafa kostað á bilinu 41 til 52 þúsund krónur. 

Andri Jóhannesson, þyrluflugmaður og hljóðmaður er maðurinn sem flaug þyrlunni í umrætt sinn, en hann starfar í fullu starfi sem flugmaður hjá Landhelgisgæslunni. Andri þvertekur fyrir að flugið fyrir Birgittu Líf og Enok hafa kostað hundruðir þúsunda.

„Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið. Þetta var bara klink miðað við það sem ferðamenn og aðrir eyða,“ segir Andri í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segist hafa verið rúmlega sjö mínútur í loftinu og að þyrlan hafi verið í hengiflugi yfir sjóinn í rúmar 40 sekúndur.

Athugasemdirnar hafa margir snúið að því hversu óumhverfisvænt flugið hafi verið. Líkt og sjá má í þessari athugasemd á X þar sem flestir rembast við að flokka og svo framvegis taki parið upp á splæsa í þyrluflug. 

Andri segir bláa reykinn ekki umhverfisspillandi. „Við notuðum bara svona gufu eins og er notuð í tæknibrellum í bíómyndum. Svo var henni sleppt og hún eyddist bara þarna yfir sjóinn og allt búið. Það sést líka þarna á myndunum að gufan nær ekki einu sinni til jarðar,“ segir Andri við Viðskiptablaðið. Segir hann þyrluna hafa verið allan tímann yfir sjónum með bláa reyknum eða gufunni var sleppt og að á þessum sjö mínútum hafi hann eytt rúmlega 20 lítrum af eldsneyti og fóru tæplega fimm lítrar í hengiflugið yfir höfnina.

Í athugasemdum við fréttina á Vísi spyr einn spurningarinnar sem er líklega á margra vörum, „Hvað þarf ég að nota mörg papparör til að vega upp á móti þessu?“ Annar svarar, en hvort útreikningurinn er réttur eða ekki látum við lesendur dæma um.

Mynd: Skjáskot Faceboook Vísir.is

Það er þó rétt að geta að þó margir hafi í athugasemdum hneyklast á athæfinu þá eru líka margir sem óska verðandi foreldrum innilega til hamingju með drenginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“