fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Birgitta Líf og Enok gagnrýnd fyrir að tilkynna kyn barnsins með þyrlu – „Vá hvað þetta er firrt hegðun“

Fókus
Mánudaginn 18. september 2023 08:27

Skjáskot/Instagram/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson eiga von á sínu fyrsta barni.

Birgitta Líf, 30 ára, er einnig markaðsstjóri World Class og erfingi veldisins. Enok, 21 árs, er sjómaður og iðnaðarmaður.

Sjá einnig: Birgitta Líf og Enok opna sig um líkamsárásina og skrautleg fyrstu kynni – „Hún kom hlaupandi á eftir okkur og við höfum aldrei verið jafnhræddir“

Í gær héldu þau kynjaveislu, þar sem kyn ófædda barnsins er opinberað í faðmi fjölskyldu og vina. Óhætt er að segja að þetta hafi verið svakalegasta kynjaveislan hér á landi til þessa, þar sem þau notuðu þyrlu til að tilkynna að það væri drengur á leiðinni.

Þyrlan dreifði bláum reyk á meðan hún flaug yfir sjónum fyrir framan Skuggahverfið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Birgitta Líf er búsett.

Athæfið hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum.

„Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt [og svo framvegis] heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega,“ segir einn netverji á Twitter.

Fleiri tóku í sama streng á meðan aðrir komu tilvonandi foreldrunum til varnar.

No shade á neinn en mér finnst illa súrt að rembast við að vera umhverfisvæn á meðan einkaflugvélar, skemmtiferðaskip og gröftur eftir rafmynt er löglegt og fagnað. Eins og það sé ekki nógu mikið hark að vinna átta tíma á dag, sinna heimili, greiða reikninga og allt þetta sem við sótsvartur almúginn þurfum að harka af okkur,“ sagði einn netverji á Instagram um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“