fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Birgitta Líf og Enok gagnrýnd fyrir að tilkynna kyn barnsins með þyrlu – „Vá hvað þetta er firrt hegðun“

Fókus
Mánudaginn 18. september 2023 08:27

Skjáskot/Instagram/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson eiga von á sínu fyrsta barni.

Birgitta Líf, 30 ára, er einnig markaðsstjóri World Class og erfingi veldisins. Enok, 21 árs, er sjómaður og iðnaðarmaður.

Sjá einnig: Birgitta Líf og Enok opna sig um líkamsárásina og skrautleg fyrstu kynni – „Hún kom hlaupandi á eftir okkur og við höfum aldrei verið jafnhræddir“

Í gær héldu þau kynjaveislu, þar sem kyn ófædda barnsins er opinberað í faðmi fjölskyldu og vina. Óhætt er að segja að þetta hafi verið svakalegasta kynjaveislan hér á landi til þessa, þar sem þau notuðu þyrlu til að tilkynna að það væri drengur á leiðinni.

Þyrlan dreifði bláum reyk á meðan hún flaug yfir sjónum fyrir framan Skuggahverfið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Birgitta Líf er búsett.

Athæfið hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum.

„Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt [og svo framvegis] heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega,“ segir einn netverji á Twitter.

Fleiri tóku í sama streng á meðan aðrir komu tilvonandi foreldrunum til varnar.

No shade á neinn en mér finnst illa súrt að rembast við að vera umhverfisvæn á meðan einkaflugvélar, skemmtiferðaskip og gröftur eftir rafmynt er löglegt og fagnað. Eins og það sé ekki nógu mikið hark að vinna átta tíma á dag, sinna heimili, greiða reikninga og allt þetta sem við sótsvartur almúginn þurfum að harka af okkur,“ sagði einn netverji á Instagram um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“