Í nóvember 2022 brutust út heiftarleg átök á skemmtistaðnum, sem þá var í eigu Birgittu Lífar, þegar stór hópur manna þusti inn og veittist að þremur mönnum sem voru inni á staðnum.
Sjá einnig: Myndband af árásinni á Bankastræti Club vekur óhug
Mennirnir þrír slösuðust í árásinni og hafa gert háar skaðabótakröfur. Aðalmeðferð í málinu hefst 25. september næstkomandi.
Sjá einnig: Blöskrar langt gæsluvarðhald sakbornings – „Þetta er bara mjög góður strákur sem var í flækju með líf sitt“
Í nýjasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS tjáir Birgitta Líf sig um málið. Vísir greinir frá.
View this post on Instagram
Birgitta Líf var stödd á Balí ásamt kærasta sínum þegar árásin átti sér stað.
„Maður má greinilega ekki fara í frí. Ég vaknaði einn morguninn þar sem skilaboðin á símanum voru: „Hvað var í gangi á Bankastræti“ og linkað í nokkrar fréttir. Bara alls konar svona. Ég sendi inn á grúppuna bara, hvað gerðist, hvað er í gangi,“ segir hún.
Sjá einnig: Birgitta skýrir frá atburðunum á Bankastræti Club í gærkvöldi – Þrír alvarlega slasaðir
„Þetta var algjört sjokk og hafði mjög mikil áhrif á restina af ferðinni. Þetta var alltaf í undirmeðvitundinni eða á bak við eyrað, maður var alltaf að hugsa, líka bara hvað get ég gert? Ég var hinum megin á hnettinum, var að reyna mitt besta.“
Birgitta Líf segir að það hafi verið mjög vont að sjá hvernig sumir fjölmiðlar tengdu hnífaárásina við hana.
„Þetta er svo óvægið að maður á ekki orð. Svo eru myndir af mér alltaf þegar fjallað er um þetta mál […] ef þú googlar mig þá koma myndir af mér í tengslum við einhverja hnífaárás sem einhverjir aumingjar frömdu, sorrí en það er það sem þeir eru.“
Birgitta Líf segir að atvikið hafi verið „risa högg“ á reksturinn. „Við erum að reyna að halda áfram og komast til baka,“ segir hún.
Í júní síðastliðnum tóku Sverrir Einar Eiríksson, vín- og gullsali, og unnusta hans Vesta Minkute yfir rekstur Bankastræti Club, staðurinn heitir nú B.