fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Birgitta Líf um árásina á Bankastræti Club – „Þetta var algjört sjokk og hafði mjög mikil áhrif á restina af ferðinni“

Fókus
Fimmtudaginn 14. september 2023 11:04

Birgitta Líf Björnsdóttir var eigandi Bankastræti Club þegar árásin átti sér stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class, opnar sig um hnífaárásina á Bankastræti Club.

Í nóvember 2022 brutust út heiftarleg átök á skemmtistaðnum, sem þá var í eigu Birgittu Lífar, þegar stór hópur manna þusti inn og veittist að þremur mönnum sem voru inni á staðnum.

Sjá einnig: Myndband af árásinni á Bankastræti Club vekur óhug

Mennirnir þrír slösuðust í árásinni og hafa gert háar skaðabótakröfur. Aðalmeðferð í málinu hefst 25. september næstkomandi.

Sjá einnig: Blöskrar langt gæsluvarðhald sakbornings – „Þetta er bara mjög góður strákur sem var í flækju með líf sitt“

Í nýjasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS tjáir Birgitta Líf sig um málið. Vísir greinir frá.

Birgitta Líf var stödd á Balí ásamt kærasta sínum þegar árásin átti sér stað.

„Maður má greinilega ekki fara í frí. Ég vaknaði einn morguninn þar sem skilaboðin á símanum voru: „Hvað var í gangi á Bankastræti“ og linkað í nokkrar fréttir. Bara alls konar svona. Ég sendi inn á grúppuna bara, hvað gerðist, hvað er í gangi,“ segir hún.

Sjá einnig: Birgitta skýrir frá atburðunum á Bankastræti Club í gærkvöldi – Þrír alvarlega slasaðir

„Þetta var algjört sjokk og hafði mjög mikil áhrif á restina af ferðinni. Þetta var alltaf í undirmeðvitundinni eða á bak við eyrað, maður var alltaf að hugsa, líka bara hvað get ég gert? Ég var hinum megin á hnettinum, var að reyna mitt besta.“

Birgitta Líf segir að það hafi verið mjög vont að sjá hvernig sumir fjölmiðlar tengdu hnífaárásina við hana.

„Þetta er svo óvægið að maður á ekki orð. Svo eru myndir af mér alltaf þegar fjallað er um þetta mál […] ef þú googlar mig þá koma myndir af mér í tengslum við einhverja hnífaárás sem einhverjir aumingjar frömdu, sorrí en það er það sem þeir eru.“

Birgitta Líf segir að atvikið hafi verið „risa högg“ á reksturinn. „Við erum að reyna að halda áfram og komast til baka,“ segir hún.

Í júní síðastliðnum tóku Sverrir Einar Eiríksson, vín- og gullsali, og unnusta hans Vesta Minkute yfir rekstur Bankastræti Club, staðurinn heitir nú B.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“