fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Mömmuáhrifavaldur handtekin eftir að „grindhoruðu“ barni tókst að flýja með límband og áverka á útlimum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. september 2023 09:04

Ruby Franke.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Ruby Franke, sem er hvað þekktust fyrir að deila harkalegum uppeldisaðferðum og fjölskyldulífi sínu á YouTube, hefur verið handtekin.

Bæði Franke og viðskiptafélagi hennar, Jodi Hildebrandt, voru handteknar eftir að  „grindhoruðu“ barni tókst að flýja til nágrannans. Barnið bað nágrannann um mat og vatn en þá tók hann eftir því að barnið væri með taulímband og djúp sár í kringum ökkla og úlnliði.

Samkvæmt handtökuskýrslunni flúði barnið í gegnum glugga á heimili Hildebrandt í Utah. NBC greinir frá.

„Nágranninn sagði við lögreglu að barnið hafi virst vera skinhorað og vannært, með opin sár og taulímband á útlimum,“ kemur fram í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Utah.

Barnið var flutt beint á sjúkrahús sökum alvarlegra áverka og ástands. Stuttu seinna fannst annað vannært barn á heimilinu sem var líka flutt á sjúkrahús.

Jodi Hildebrandt og Ruby Franke.

Umdeild í mörg ár

Ruby Franke hefur verið mjög umdeild persóna á YouTube í mörg ár. Hún stofnaði rásina 8 Passengers með eiginmanni sínum, Kevin Franke, árið 2015. Myndböndin fjölluðu um kristilegar uppeldisaðferðir þeirra og líf þeirra og barnanna þeirra sex: Shari, Chad, Abby, Julie, Russel og Eve. Börnin gengu ekki í skóla heldur sinntu foreldrar námi þeirra heima.

Eins og fyrr segir hefur Franke verið mjög umdeild í gegnum tíðina, þá sérstaklega fyrir öfgakenndar og harkalegar uppeldisaðferðir sínar og hvernig hún hefur komið fram við börnin sín, einnig fyrir að virða einkalíf og friðhelgi barna sína að vettugi og deila persónulegum augnablikum þeirra á netinu fyrir alla að sjá.

Áhorfendur hafa sakað Ruby Franke og eiginmann hennar, Kevin, um að beita börnin sín ofbeldi í mörg ár.

Í júní 2020 var fjölskyldan tilkynnt til barnaverndar eftir að fjöldi netverja skrifuðu undir undirskriftalista á Change.org um að lögreglan eða yfirvöld myndu rannsaka heimilið. Undirskriftasöfnunin vísaði í atvik þar sem Ruby Franke birti myndband af 15 ára syni sínum, Chad, sofandi á grjónapoka og sagði að hann hafði verið látinn sofa þarna í sjö mánuði sem refsingu fyrir „hegðunarvanda.“

„Þetta var stór dagur“

Í handtökuskýrslunni kemur einnig fram að Franke hafi vitað af ofbeldinu sem átti sér stað innan veggja heimilis Hildebrandt, þar sem hún tók upp myndband þar nokkrum dögum áður.

Fjögur yngstu börn Franke eru nú í umsjá barnaverndar í Utah.

Shari, elsta dóttir Ruby, birti yfirlýsingu vegna handtöku móður sinnar í gær:

„Þetta var stór dagur. Við fjölskyldan erum ánægð með að réttlætinu hafi verið framgengt. Við höfum reynt að segja lögreglu og barnavernd frá þessu í mörg ár og erum ánægð að það var loksins eitthvað gert í þessu.“

Franke og Hildebrandt stofnuðu umdeilda hlaðvarpið ConneXions sem hefur verið gagnrýnt fyrir að hvetja til grimmilegra uppeldisaðferða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“