fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Vefsíða konungsfjölskyldunnar stútfull af villum – Konunglegur titill Harry formlega fjarlægður

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 13:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur árum eftir að Harry fyrrum Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og fluttu til Bandaríkjanna hefur konunglegur titill Harry verið fjarlægður af opinberri vefsíðu konungsfjölskyldunnar.

Vefmiðillinn Express benti á það á föstudag að Harry væri enn titlaður sem „Hans konunglega hátign“ á vefsíðu konungsfjölskyldunnar auk þess sem þar mætti finna fleiri villur tengdar nöfnum og titlum hinna konunglegu fjölskyldumeðlima. 

Greinilegt er að tiltekt hefur átt sér stað á heimasíðunni síðan grein Express birtist. Búið er að fjarlægja „Hans konunglega hátign“ af síðu um Harry. Einnig hefur nafn hans og Markle verið fært neðst á aðalsíðu fjölskyldunnar fyrir neðan þá sem gegna konunglegum skyldum, en fyrir ofan nafn Prins Andrew.

Áður en tiltektin átti sér stað var vísað til Harry sem „Hans konunglegu hátignar“ á minnst tveimur stöðum, auk þess sem hann var sagður yngri sonur Karls prins af Wales, sem eins og starfsmenn konungsfjölskyldunnar ættu að vita manna best ber nú konungstitil. Og er prinsatitillinn af Wales kominn yfir til sonar hans William.

William og eiginkona hans Kate Middleton báru jafnframt titlana Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge, sem vissulega var og er enn rétt, þar sem þau bera þá titla enn þá. En aðaltitlar þeirra eftir að Karl varð konungur eru Prins og Prinsessa af Wales, hefur þetta nú verið leiðrétt.

Elísabet drottning enn titluð sem þjóðhöfðingi

Eins og fram kemur í frétt Express var Elísabet drottning heitin enn titluð sem drottning á minnst 74 stöðum á heimasíðunni. Segir í frétt Express að á vefsíðu sem lofar „viðurkenndum og áreiðanlegum upplýsingum“ séu minnst 18 síður uppfullar af röngum upplýsingum, en tekið er fram að Express hafi alls ekki skoðað allar undirsíður á vefsíðu konunglegu fjölskyldunnar. Upphafssíðan liti vel út þar sem Karl og Camillu væri getið sem konungs og drottningar, og fyrir neðan væri fréttayfirlit. Hins vegar þegar undirsíður væru opnaðar blasti við mikill fjöldi af villum og ljóst að þrátt fyrir að 11 mánuðir væru frá því að Karl tók við sem konungur hafi uppfærslur ekki átt sér stað á vefsíðunni. Ljóst væri þó að einhverjar uppfærslur hefðu verið gerðar og bent á undirsíðu Meghan Markle þar sem vísað er til barna hennar sem Prins Archie af Sussex og PrinsessaLilibet af Sussex, titlar sem þau fengu fyrst núna í mars.

Konunglegi fréttaskýrandinn Afua Hagan sagði heimasíðuna „gífurleg vonbrigði“ og hvatti höllina til að gera viðeigandi breytingar.

„Vefsíða konungsfjölskyldunnar á að vera fyrsti viðkomustaðurinn til að afla upplýsinga um konungsveldið og upplýsingarnar þurfa að vera nákvæmar. Áður en vefsíðan er gerð áhugaverð, spennandi og aðlaðandi fyrir lesendur, þarf hún að vera nákvæm. Það er grunnskilyrði.“

Vefstjóri hinnar konunglegu heimasíðu vinnur greinilega á hraða snigilsins, en sama verður ekki sagt um umsjónarmenn sýningar í Kensington höll sem lauk 2. janúar 2022, þar sem brúðarkjóll Díönu prinsessu frá árinu 1981 var til sýnis. Á miða við hlið kjólsins mátti lesa „Að láni frá hans konunglegu hátignum Hertogans af Cambridge og Hertogans af Sussex.“ Merkingunni var breytt nokkrum dögum seinna, í júní 2021, í „Að láni frá hans konunglegu hátign Hertoganum af Cambridge og Hertoganum af Sussex.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“