fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Jakob Frímann söng óvænt þjóðsöng Vestmannaeyja

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 17:00

Jakob Frímann Magnússon á tónleikum Vina vors og blóma á Þjóðhátið í gærkvöldi/Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann Magnússon, alþingis- og tónlistarmaður var óvæntur gestur á tónleikum hljómsveitarinnar Vinir vors og blóma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.

Í tilkynningu sem barst DV kemur fram að Jakob lék á hljómborð með sveitinni en brast svo í einsöng með aðstoð sveitarinnar þegar hann kyrjaði lagið Víst er fagur Vestmannaeyjabær sem er sagt eiga sérstakan stað í hugum Eyjamanna og margir kalla þjóðsöng þeirra. Lagið er eftir Jakob og kemur fyrir í stórmyndinni Með allt á hreinu. Eins og við var að búast sungu kvöldvökugestir Þjóðhátíðarinnar undir svo glumdi í Herjólfsdal.„Mér þykir alltaf vænt um að koma til Vestmannaeyja og spila. Þetta var sérstakt tilefni í framhaldi af mjög fallegu verkefni sem ég tók þátt í með þeim í byrjun sumars,“ sagði Jakob Frímann um aðdraganda þess að hann birtist óvænt í Eyjum í gær.

„Ég er auðvitað vanur að koma hér með mínum Stuðmönnum og þannig var þetta öðruvísi lífsreynsla fyrir mig en jafn falleg engu að síður.“

Jakob hefur áður spilað með Vinum vors og blóma. Í vor hélt hljómsveitin minningartónleika um Njál Þórðarson hljómborðsleikara sveitarinnar sem lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein fyrir nokkrum árum.

Tónleikarnir voru haldnir í Háskólabíói og var fullt út úr dyrum og allur aðgangseyrir var nýttur til styrktar stuðningsfélaginu Krafti sem beitir sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk, sem greinst hefur með krabbamein, og aðstandendur þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 6 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 6 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?