fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Ferðaðist til allra landa heims á áratug án þess að fljúga eða fara heim

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 5. ágúst 2023 20:30

Torbjørn (Thor) Pedersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski ferðalangurinn Torbjørn (Thor) Pedersen hætti í vinnunni og yfirgaf fjölskyldu sína og kærustu og lagði af stað í ferðalag lífs síns í október 2013 og þá 34 ára gamall með þrjár reglur í farteskinu: að stoppa minnst 24 klukkustundir í hverju landi, að komast af með 20 dali á dag (um 2600 krónur) og að snúa ekki aftur heim fyrr en hann hefði lokið áskoruninni, að heimsækja öll lönd í heiminum án þess að fljúga.

Og þann 24. maí síðastliðinn náði Pedersen markmiði sínu þegar hann merkti af 203 og jafnframt síðasta landið á listanum. Pedersen starfaði á ferðalaginu sem velvildarsendiherra danska Rauða krossins. 

Á 3.576 dögum fór Pedersen um borð í 379 gámaskip, 158 lestir, 351 rútur, 219 leigubíla, 33 báta og 43 hjólavagna, og taldi ferðalagið tæpa 359 þúsund kílómetra.

Í viðtali við CNN segir Pedersen að hann hafi lagt af stað í ferðalagið með eitt mottó í huga: „Ókunnugur maður er vinur sem þú hefur aldrei hitt áður,“ og segir hann eftir ferðalagið þar sem hann gisti margsinnis á heimilum ókunnugra: „Mér hefur verið sýnt aftur og aftur að þetta er satt.

Ég komst í gegnum öll lönd í heiminum, lönd þar sem voru vopnuð átök, lönd með farsóttir, ómeiddur. Annaðhvort er ég heppnasti maður jarðar eða að heimurinn er á miklu betri stað en við erum látin trúa af skelfilegum, dramatískum fréttum á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum.“

Pedersen í Hong Kong.

Fastur í Hong Kong í tvö ár vegna COVID-19

Pedersen segir ferðalagið langa hafi verið bæði fallegt og sérstakt, þó hann hafi mátt sæta einhverjum töfum, meðal annars vegna COVID-19 heimsfaraldursins snemma árs 2020 þegar hann sat fastur í Hong Kong í heil tvö ár.

„Ég lít til baka til Hong Kong og það er svolítið þversögn, þetta var versti tími lífs míns og besti tími lífs míns, einhvern veginn. Ég þurfti að takast á við ástandið og átti í mikilli baráttu við sjálfan mig hvort ég ætti að fara heim, þegar ég átti bara níu lönd eftir til að ná markmiði mínu,“ segir Pedersen.

„Ég varð að spyrja sjálfan mig: hversu mikið af lífi mínu mun ég gefa í þetta? En á meðan ég beið eftir að heimurinn opnaðist að nýju, skapaði ég líf í Hong Kong og myndaði þar mörg sérstök tengsl.“

Fjölskylda og vinir tóku á móti Pedersen í Aarhus.

Pedersen kom loksins aftur heim til Danmerkur 26. júlí.  „Fjölskyldan mín er virkilega stolt. Að koma heim er eitthvað sem ég hef verið að einbeita mér að, eitthvað sem mig hefur lengi langað að yrði að veruleika. En ég er enn að vinna úr því að ferðalagið sé á enda og finna út hvað gerist næst hjá mér. Það ríkti óvissa á meðan ég var að ferðast, en ég var svo lengi að ferðast að það var orðið eðlilegt ástand. Það tók önnur tegund af óvissu við þegar ég kom heim. Ég hef frelsi til að gera hvað sem ég vil, fara hvert sem er eða vera um kyrrt.“

Pedersen hlakkar nú til að stofna til  fjölskyldu með eiginkonu sinni, Le, og vinnur hann að gerð heimildarmyndar um ferðalagið, The Impossible Journey,  ásamt kanadíska kvikmyndagerðarmanninum Mike Douglas. Pedersen ætlar síðan að skrifa bók um ferðalagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum