fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Móðir tekur undir líkamssmánun eiginmanns síns

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 14:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Mail greinir í dag frá því að ónefnd þriggja barna móðir, sem hefur gengið í gegnum þrjá keisaraskurði, hafi tjáð sig um líkamlegt ástand sitt á bresku vefsíðunni mumsnet sem er ætluð foreldrum.

Í færslu sinni á síðunni segir konan að eiginmaður hennar og barnsfaðir hafi hæðst að henni fyrir að hafa þyngst og hlegið að þeirri kviðfitu sem hún hafi á sér.

Konan segir að orð eiginmannsins hafi sært hana afar mikið. Hún segist hafa lagt sig mikið fram við að grennast og að einmitt þennan dag sem eiginmaðurinn hafi látið þessi orð falla hefði hún einmitt stundað líkamsrækt en þrátt fyrir það hafi hann sagt að hún væri í versta formi lífs síns.

Þessi þriggja barna móðir bætti því hins vegar við að hún gæti ekki verið reið út í eiginmanninn af því hann hefði rétt fyrir sér. Samt sem áður væri hjarta hennar brotið.

Fólk sem skrifaði athugasemd við færsluna var hins vegar ekki eins tilbúið að fyrirgefa þessa líkamssmánun eiginmannsins og kallaði hann meðal annars fávita og asna.

Hvött til að hlusta ekki á hann

Konan sagðist hafa verið í íþróttafötum og að þess vegna hefði sést betur í hold hennar. Eiginmaðurinn hafi þá byrjað að flissa en verið hikandi við að svara því hvað væri svona fyndið. Hún hafi þrábeðið hann um að svara sér og þá hafi hann sagt að hún hefði líklega aldrei verið í eins slæmu formi. Þessi orð hefðu sært hana mikið en væru samt sönn.

Hún segir barneignirnar og það að hún starfi á skrifstofu hafi gert henni erfitt fyrir við að grennast. Konan segist borða lítið. Hún snæði aðeins kvöldverð og borði súkkulaðistöng og drekki te yfir daginn.

Konan bætti því við færsluna síðar að eiginmaðurinn hefði beðið hana afsökunar. Hann sé í starfi sem feli í sér mikla hreyfingu og eigi því kannski erfiðara en ella með að skilja hennar stöðu.

Í athugasemdum við færsluna kemur m.a. fram að það sé skelfilegt að tala svona við manneskjuna sem maður segist elska og að konan eigi fullan rétt á að vera reið út í eiginmanninn.

Önnur manneskja sem skildi eftir athugasemd við færsluna hvatti konuna til að taka ekki mark á eiginmanninum þar sem að þrjú börn hefðu ekki vaxið inni í hans líkama.

Annar lesandi færslunnar efaðist um að eiginmaðurinn væri fær um að sýna konunni sinni ást og umhyggju.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ljóstraði loksins upp nöfnum yngstu barnanna

Ljóstraði loksins upp nöfnum yngstu barnanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag