fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fókus

Konungsfjölskyldan óskar Meghan ekki lengur til hamingju með afmælið

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 19:00

Meghan Markle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mirror greindi frá því fyrr í dag að breska konungsfjölskyldan hefði enn ekki óskað Meghan Markle opinberlega til hamingju með afmælið en hún á 42 ára afmæli í dag.

Þótt að Meghan og eiginmaður hennar Harry prins hafi sagt sig frá skyldustörfum sem hluti af konungsfjölskyldunni árið 2020 og flutt í kjölfarið til Bandaríkjanna hefur fjölskyldan þó haldið áfram að óska henni til hamingju með afmælið, á samfélagsmiðlum sínum, eins og venjan hefur verið síðan hún varð hluti af fjölskyldunni.

Fyrsta afmælisdag Meghan eftir að hjónin sögðu sig frá skyldustörfum og fluttu til Bandaríkjanna var það drottningin sáluga sem hafði forystu um að óska Meghan til hamingju með afmælið og var það gert á Instagram-reikningi konungsfjölskyldunnar.

Bróðir Harry Vilhjálmur prins og eiginkona hans Katrín fylgdu í kjölfarið og sama gerðu Karl, faðir Harry og núverandi konungur Bretlands, og eiginkona hans Kamilla.

Á næsta afmælisdegi Meghan, árið 2021, óskaði konungsfjölskyldan henni til hamingju á Twitter.

Þegar kom að afmælisdegi Meghan á síðasta ári lét fjölskyldan nægja að óska henni til hamingju með færslum í svokallaðri „story“ á Instagram en slíkar færslur renna út eftir 24 klukkustundir.

Á fyrri árum hafa hamingjuóskir konungsfjölskyldunnar til Meghan, á afmælisdaginn hennar, verið birtar á samfélagsmiðlum klukkan 9 að morgni að breskum tíma en klukkan 15 síðdegis í dag höfðu engar slíkar færslur enn verið birtar.

Mirror taldi þó mögulegt að konungsfjölskyldan ætlaði sér að bíða þar til klukkan yrði 9 að morgni í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem Meghan og Harry eiga heima.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumey Aradóttir með nýja ljóðabók – Útgáfuteiti á Norðurbakkanum

Draumey Aradóttir með nýja ljóðabók – Útgáfuteiti á Norðurbakkanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum